Bókun – Suðurlandsvegur 1-3, staða mála

Svo var bókað á fundi sveitarstjórnar þann 14. júní 2010:

Sveitarstjórn leggur áherslu á að opnuð verði Krónuverslun að Suðurlandsvegi 1 á Hellu, eins og samningur þess við Kaupás segir til um.  Sveitarstjóra og oddvita falið að ræða við Kaupás um hvenær Krónuverslun verði opnuð á Hellu.

Samþykkt samhljóða.

Þröstur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Suðurlandsvegar 1-3 ehf. gerði grein fyrir stöðu mála varðandi framkvæmdir og fjármögnun tengibyggingar.  Fram kom að erfiðleikar eru varðandi fjármögnun á verkinu.

Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir hluthafafundi svo fljótt sem verða má. 

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti afbrigði frá samþykktum um fundarboðun. 

Fundarefni er kosning nýrrar stjórnar og fjármögnun verkefnisins.

Sveitarstjórn samþykkir að kanna með hvaða hætti eðlilegast sé að standa að tilnefningu manna í stjórn félagsins og með afgreiðslu mála á milli sveitarfélagsins og Suðurlandsvegar 1-3 ehf.  Kanna þarf með hæfi manna sem sitja í sveitarstjórn ef  þeir sitja einnig í stjórn félagsins með hliðsjón af samþykktum félagsins og reglum sem gilda um einkahlutafélög.  Oddvita, varaoddvita og sveitarstjóra falið að vinna að málinu og skila áliti á aukafundi sveitarstjórnar sem halda skal að loknum hluthafafundi.

Samþykkt samhljóða.