Fyrsta beina útsendingin frá staðfundi sveitarstjórnar í Rangárþingi ytra

Sveitarstjórn Rangárþings ytra fundaði í dag að Suðurlandsvegi 1-3 á Hellu og var það í fyrsta sinn sem sýnt er beint frá staðfundi sveitarstjórnar. Þetta eru tímamót og í samræmi við breyttar áherslur sem Á-listinn boðaði fyrir kosningar m.a. með opnari stjórnsýslu og betra aðgengi allra að henni.

Hér fyrir neðan má sjá upptöku fundarins og svo fylgir sjálf fundargerðin með fyrir neðan.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra

2. fundur – 22. júní 2022 kl. 08:15 að Suðurlandsvegi 1-3

Nefndarmenn

  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varaoddviti
  • Eggert Valur Guðmundsson oddviti
  • Erla Sigríður Sigurðardóttir aðalmaður
  • Viðar M. Þorsteinsson varamaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
  • Svavar L. Torfason varamaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður

Fundargerð ritaði: Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri og staðgengill sveitarstjóra

Eggert Valur Guðmundsson oddviti bauð fundarmenn velkomna og kannaði hvort að athugasemdir væru við fundarboðið en svo reyndist ekki vera. Þá lagði hann til að við dagskránna bættist liður 1. Oddi bs. – 1. fundargerð til staðfestingar og var það samþykkt samhljóða. Aðrir liðir færast til í samræmi.
Oddviti býður Svavar og Viðar velkomna á sinn fyrsta sveitarstjórnarfund.

1.Oddi bs – 1

2206004F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.

  • 1.2 2205003 Viðbótar stöðugildi á yngsta stigiOddi bs – 1 Stjórnendur Grunnskólans á Hellu hafa óskað eftir að bæta við stöðugildi sérkennara/þroskaþjálfa fyrir skólaárið 2022-2023 til að mæta þörf á auknum stuðningi við nemendur á yngsta stigi.
    Stjórn Odda telur þörf þá því að verða við þessari beiðni og leggur fram tillögu að viðauka 2 við áætlun Odda bs. 2022. Gert er ráð fyrir að launakostnaður Grunnskólans á Hellu hækki um 4,2 m.kr árið 2022. Óskað er eftir að viðaukanum verið mætt með auknum framlögum sveitarfélaganna sem skiptast þannig að framlög Rangárþings ytra hækka um 3.510 þús. og framlög Ásahrepps hækka um 690 þús.

    Samþykkt samhljóða Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og leggur fram viðauka 4 við fjárhagsáætlun Rangárþings ytra 2022-2025. Viðaukinn gerir ráð fyrir hækkun launakostnaðar í fræðslumálum að fjárhæð kr. 3.510 þús. Viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé.

    Samþykkt samhljóða

2.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2022

2201034

Rekstraryfirlit janúar til maí

Rekstraryfirlit sveitarfélagsins jan-maí lagt fram til kynningar.

3.Kjör nefnda, ráða og stjórna

2206014

3.1 Félagsmála- og barnaverndarnefnd
Aðalmenn:
Arndís Fannberg
Hrafnhildur Valgarðsdóttir

Varamenn:
Guðbjörg Erlingsdóttir
Lovísa Sigurðardóttir

3.2 Stjórn Strandarvallar ehf.
Aðalmaður:
Viðar Þorsteinsson
Varamaður:
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir

3.3 Ráðgjafanefnd Friðlands að Fjallabaki:
Aðalmenn:
Magnús Hrafn Jóhannsson
Jóhanna Hlöðversdóttir
Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir

Varamenn:
Fjóla Kristín B. Blandon
Gunnar Aron Ólason
Sigurgeir Guðmundsson

Samþykkt samhljóða

4.Byggingarnefnd um uppbyggingu skólahúsnæðis á Hellu – erindisbréf

2206043

Erindisbréf byggingarnefndar

Tillaga er um að samþykkja fyrirliggjandi erindisbréf byggingarnefndar um uppbyggingu skólahúsnæðis á Hellu.
Eydís leggur til að bæta við upplýsingum um fjölda nefndarmanna í bréfið.
Bréfið lagt fram með þeim breytingum.

Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl:

5.Fundaáætlun sveitarstjórnar og byggðaráðs 2022

2206011

Sumarleyfi sveitarstjórnar

Lögð fram tillaga um að sumarleyfi sveitarstjórnar árið 2022 verði frá 22. júní til 10. ágúst. Byggðarráði er veitt umboð til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða

6.Samþykktir Rangárþings ytra – endurskoðun

2206041

Endurskoðun samþykkta í upphafi kjörtímabils

Tillaga er um að fela byggðarráði að yfirfara gildandi samþykktir fyrir næsta fund byggðaráðs í júlí.

Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl:

7.Umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags

2206032

Trúnaðarmál

Fært í trúnaðarmálabók.

8.Fiskiræktun í efri hluta Eystri Rangár

2104031

Sveitarstjórn felur Skipulags- og umferðarnefnd að stofna tvær landspildur úr jörðunum Árbæ L164470 og Fossi L164479. Til grundvallar er viljayfirlýsing sveitarstjórnar Rangárþings ytra frá 44. fundi sveitarstjórnar þann 10. febrúar s.l.

Samþykkt samhljóða

9.Styrkbeiðni – Ungmennafélagið Framtíðin

2206046

Ósk um styrk vegna ruslatínslu

Ungmannafélagið Framtíðin óskar eftir styrk vegna ruslatínslu meðfram Þykkvabæjarvegi (25) og frá Suður-Nýjabæ að Hala í Háfshverfi eða um 30 km.

Lagt er til að styrkja Ungmennafélagið Framtíðina um kr. 50 þúsund vegna ruslatínslu að þessu sinni. Kostnaður færist á málaflokk 11 – Umhverfismál

Samþykkt samhljóða

10.Fræðslustjóri að láni

2002030

Lokaskýrsla verkefnisins.

Skýrslan lögð fram til kynningar.

Fyrir liggur tillaga frá forstöðumönnum stofnana sveitarfélagsins að haldinn verði sameiginlegur fræðsludagur fyrir allar stofnanir þann 19. ágúst og að þann dag verði stofnanir ýmist lokaðar eða þjónusta skert.

Lagt er til að samþykkja tillöguna og vísa því til sveitarstjóra og forstöðumanna að skipuleggja fræðsludag og auglýsa með góðum fyrirvara skerðingu á þjónustu þennan dag eftir því sem við á.

Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl:

11.Umsagnarbeiðni – Tækifærisleyfi

2206042

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar vegna tækifærisleyfa – tímabundins áfengisleyfis í hálendisverslun á bílaplani í Landmannalaugum á tímabilinu 8. júlí til 15. september.

Lagt er til að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við veitingu tækifærisleyfa – tímabundins áfengisleyfis til Fjallafangs ehf á bílastæði í Landmannalaugum á tímabilinu 8. júlí til 15. september. Ábyrgðarmaður er Sverrir G Kristinsson.

Samþykkt samhljóða

12.Hagi lóð L175271. Ósk um breytingu á heiti lóðar í Bergholt

2206024

Eigandi lóðarinnar Hagi lóð L175271 óskar eftir að breyta heiti lóðar sinnar í Bergholt.

Tillaga er um að sveitarstjórn geri ekki athugasemdir við heitið Bergholt.

Samþykkt samhljóða

13.Hagi lóð 2. Breyting á heiti lóðar í Teigsholt.

2206005

Eigandi lóðarinnar Hagi lóð 2, L218421, óskar eftir að fá að breyta heiti lóðar sinnar í Teigsholt. Búið er að heimila breytingu á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem lóðum umsækjanda var breytt úr frístundanotkun í landbúnaðarnot að nýju.

Tillaga er um að sveitarstjórn geri ekki athugasemdir við heitið Teigsholt.

Samþykkt samhljóða

14.Þjóðólfshagi 3. Ósk um breytingu á heiti jarðar.

2206001

Eigendur Þjóðólfshaga 3 óska eftir að fá breytt heiti jarðar sinnar í Þjóðólfshaga, án aukanúmera aftan við heitið.

Tillaga er um að sveitarstjórn geri ekki athugasemdir við heitið Þjóðólfshagi.

Samþykkt samhljóða

15.Félags- og skólaþjónusta – 60 fundur

2205044

Lagt fram til kynningar

Fylgiskjöl:

16.Félags- og skólaþjónusta – 59 fundur

2205055

Lagt fram til kynningar

Fylgiskjöl:

17.Félagsmálanefnd – 100 fundur

2205045

Lagt fram til kynningar

Fylgiskjöl:

18.Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs

2206030

Lagt fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

19.Upplýsingapóstur frá Innviðaráðuneytinu

2206045

Til kynningar

20.Jafnlaunakerfi Rangárþings ytra

2201027

Skýrsla vottunarúttektar

Lagt fram til kynningar

Fylgiskjöl:

21.Fasteignamat 2023

2206021

Áskorun frá Félagi atvinnurekenda vegna fasteignamats 2023

Lagt fram til kynningar.
Erindinu vísað til vinnu við fjárhagsáætlun 2023-2026

Fylgiskjöl:

Fundi slitið.