Margrét Harpa leiðir Á-listann í Rangárþingi ytra

Á-listinn, listi áhugafólks um sveitarstjórnarmál, býður fram í þriðja sinn í komandi sveitarstjórnarkosningum í Rangárþingi ytra. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, núverandi sveitarstjórnarmaður, leiðir listann. Á framboðslistanum eru íbúar með fjölbreyttan bakgrunn og öll eru þau reiðubúin til að vinna af krafti fyrir sveitarfélagið með hagsmuni allra að leiðarljósi, eins og segir í tilkynningu. Af þeim fjórtán sem bjóða sig fram hafa átta verið áður í framboði fyrir Á-listann, þar af fimm sem hafa setið í sveitarstjórn Rangárþings ytra. Opinn fundur verður haldinn laugardaginn 28. apríl kl. 11:00-13:00 í kjallara Miðjunnar á Hellu þar sem fólki gefst tækifæri á að spjalla við frambjóðendur og ræða áherslumál sín.

Framboðslistann skipa eftirtalin:

  1. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  2. Steindór Tómasson
  3. Yngvi Harðarson
  4. Yngvi Karl Jónsson
  5. Jóhanna Hlöðversdóttir
  6. Magnús H. Jóhannsson
  7. Sigdís Oddsdóttir
  8. Guðbjörg Erlingsdóttir
  9. Bjartmar Steinn Steinarsson
  10. Arndís Fannberg
  11. Anna Vilborg Einarsdóttir
  12. Borghildur Kristinsdóttir
  13. Jónas Fjalar Kristjánsson
  14. Margrét Þórðardóttir