Tillaga Á-lista um undirbúning að gerð Fjölskyldugarðs á Hellu

34. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 3, Hellu, fimmtudaginn 6. september 2012, kl. 15:00

Mætt eru Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Steindór Tómasson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Katrín Sigurðardóttir og Sigríður Th. Kristinsdóttir í forföllum Guðmundar Inga Gunnlaugssonar, Þorgils Torfa Jónssonar og Önnu Maríu Kristjánsdóttur.  Einnig situr fundinn Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð.

Á-listinn leggur til að hafinn verði undirbúningur að stofnun fjölskyldugarðs í líkingu við Raggagarð á Súðavík (raggagardur.is). Kannaður verði áhugi íbúa, félagasamtaka, fyrirtækja og skóla á þátttöku í verkefninu.

Tillagan er samþykkt og er formanni íþróttanefndar og formanni atvinnumálanefndar falið að vinna að verkefninu í samráði við sveitarstjóra.