Vinnuhópur um framtíðarskipulag íþróttavallasvæða í Rangárþingi ytra stofnaður

Á fundi Byggðarráðs þann 18. júlí 2022 var lagt til að skipa vinnuhóp um framtíðarskipulag útiíþróttaaðstöðu í Rangárþingi ytra. Var sú tillaga í samræmi við boðaðar áherslur Á-listans á kjörtímabilinu.

Lagt var til að fulltrúar yrðu:

  • Ástþór Jón Ragnheiðarson (formaður)
  • Erla Sigríður Sigurðardóttir
  • Sóley Margeirsdóttir
  • Heiðar Óli Guðmundsson

Að auki starfi með vinnuhópnum heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúi. Hópurinn kalli til sín fulltrúa starfandi íþróttafélaga til samráðs eftir þörfum ásamt forstöðumann eigna- og framkvæmdasviðs og skipulags- og byggingarfulltrúa. Vinnuhópurinn skal koma með tillögur að framtíðaruppbyggingu útiíþróttaaðstöðu í Rangárþingi ytra, nánari lýsing í fylgiskjali. Vinnuhópurinn skili af sér ekki síðar en 1. nóvember 2022. Greitt verður fyrir fundi líkt og í öðrum nefndum sveitarfélagsins.

Starfslýsing vinnuhópsins er svohljóðandi:

Hlutverk faghópsins er að vinna stefnu og koma með hugmyndir að því hvernig útiíþróttaaðstaða í Rangárþingi ytra á að byggjast upp, ásamt því að koma með grófa kostnaðaráætlun á hugmyndum. Hafa skal að leiðarljósi við vinnuna að þær hugmyndir sem hópurinn kemur fram með verði þess efnis að þær nýtist sem best fyrir þá starfsemi sem er í sveitarfélaginu. Faghópurinn kemur til með að kalla til sín hlutaðeigandi aðila þar sem það á við, hvort sem það eru starfsmenn sveitarfélagsins eða fulltrúar hagsmunaaðila, svo sem íþrótta- og ungmennafélaga. Heilsu- íþrótta- og tómstundafulltrúi verður starfsmaður hópsins. Verkefni faghópsins verða m.a. að koma með framtíðarsýn fyrir:

  • Nýjan íþróttavöll á Hellu
  • Útiíþróttaaðstöðu á Hellu
  • Útiíþróttaaðstöðu í Þykkvabæ
  • Útiíþróttaaðstöðu á Laugalandi

Faghópurinn skal rita fundargerðir á fundum sínum sem verða teknar til umfjöllunar hjá byggðarráði/sveitarstjórn eftir því sem við á. Faghópurinn skal skila af sér lokaskýrslu fyrir 1. nóvember 2022.