Framboð 2026
Viltu hafa áhrif í Rangárþingi ytra? Á-listinn leitar að fólki sem vill taka þátt í undirbúningi fyrir sveitarstjórnarkosningar 16. maí 2026 – hvort sem þú vilt gefa kost á þér í framboð eða eingöngu taka þátt í undirbúningsvinnu og kosningabaráttu. Okkar vinna byggist á samvinnu, heilindum og vilja til að bæta samfélagið. Allt framlag skiptir máli – stórt sem smátt. Fylltu út formið hér fyrir neðan og við höfum samband fljótlega.
Tvær leiðir til að taka þátt
1) Gefa kost á sér í framboð
Þú gætir átt heima á framboðslista Á-listans ef þú:
- hefur áhuga á sveitarstjórnarmálum og vilt taka ábyrgð.
- vilt vinna í teymi og hlusta á íbúa.
- hefur tíma til funda og undirbúnings (misjafnt eftir hlutverki).
2) Taka þátt í undirbúningsvinnu og kosningabaráttu (án framboðs)
Þú getur líka lagt þitt af mörkum án þess að fara í framboð, t.d. með:
- hugmyndavinnu og stefnumótun.
- skipulagningu viðburða.
- samtali við íbúa.
- aðstoð við efnisgerð á miðlum.
- dreifingu og sýnileika á samfélagsmiðlum.
- hagnýtri aðstoð í aðdraganda kosninga.
Hvernig virkar ferlið?
- Þú fyllir út formið og velur hvernig þú vilt taka þátt. Smelltu hér!
- Við höfum samband og bjóðum í stutt spjall (símtal/fjarfundur/fundur).
- Ef um framboð er að ræða fer fram nánari kynning og mat á áhuga, og síðan valferli/skipan lista samkvæmt verklagi listans.
Grunngildi Á-listans
Á-listinn er hreyfing áhugafólks um sveitarstjórnarmál, íbúalýðræði og fjölskylduvænt samfélag. Við stöndum fyrir ábyrga fjármálastjórn, aukin lífsgæði fyrir alla aldurshópa, fjölbreytt atvinnulíf, sterkar menntastofnanir og opna stjórnsýslu. Við stuðlum að innviðauppbyggingu í þágu öryggis og hagkvæmni fyrir alla íbúa, jafnt í þéttbýli sem dreifbýli. Á-listinn í Rangárþingi ytra er málefnamiðuð stjórnmálahreyfing – óháð stjórnmálaflokkum á landsvísu.
