Stefnumál

Stjórnsýsla og fjármál

Sýnum ábyrgð í fjármálum og gerum stjórnsýsluna skilvirkari

Hugsum til framtíðar:

  • Tryggjum trausta og ábyrga fjármálastjórnun
  • Opnum bókhald
  • Komum á beinum útsendingum frá fundum sveitarstjórnar
  • Opnum stjórnsýsluna betur með því að gera opinber fundargögn aðgengilegri
  • Nýtum skjalakerfi sveitarfélagsins svo að íbúar geti fylgst með framgangi einstakra mála
  • Höfum heimasíðu sveitarfélagsins upplýsandi, aðgengilega og aðlaðandi
  • Gætum hófs í álagningu gjalda
  • Styttum boðleiðir og flýtum fyrir úrvinnslu aðsendra erinda
  • Samræmum öll innkaup sveitarfélagsins með betra vinnulagi
  • Drögum úr húsnæðiskostnaði eldra fólks með hóflegri álagningu gjalda
  • Auglýsum starf sveitarstjóra laust til umsóknar

ATVINNA OG MENNING

Styðjum við atvinnulíf og menningu

Hugsum til framtíðar:

  • Þrýstum á að Landsvirkjun setji upp varanlegar starfsstöðvar í sveitarfélaginu samhliða framkvæmdum við Hvammsvirkjun
  • Könnum þörf og þróum lausnir til aðstöðu fyrir störf óháð staðsetningu
  • Látum útbúa kynningarefni til að auglýsa sveitarfélagið sem aðlaðandi kost til búsetu
  • Sköpum traustan jarðveg fyrir öfluga atvinnuuppbyggingu og nýsköpun, t.d. með því að tryggja nægt framboð atvinnulóða
  • Gerum sveitarfélagið að eftirsóttum valkosti fyrir fjölbreyttara atvinnulíf
  • Leitum leiða til að gera menningarstarfsemi enn öflugri, m.a. með stofnun menningarsjóðs
  • Styðjum við hugmyndir Oddafélagsins um uppbyggingu og endurreisn Odda
  • Varðveitum menningararf, t.d. Djúpósstíflu og gamlar rústir um réttir frá miðöldum í Réttarnesi
  • Tryggjum íbúum og fyrirtækjum nægt framboð af köldu vatni

ÍBÚALÝÐRÆÐI

Virkjum íbúa til aukinna áhrifa

Hugsum til framtíðar:

  • Komum á fót hverfaráðum til að tryggja sem best áhrif íbúa í sínu nærumhverfi
  • Virkjum íbúalýðræði – Til dæmis með reglulegum rafrænum skoðanakönnunum
  • Komum á beinum útsendingum sveitarstjórnarfunda
  • Bætum aðgengi að kjörnum fulltrúum með föstum viðtalstímum
  • Virkjum betur Öldungaráð og Ungmennaráð

VELFERÐ OG LÍFSGÆÐI

Sköpum gott samfélag með auknum lífsgæðum

Hugsum til framtíðar:

  • Hlúum að starfsfólki sveitarfélagsins til að tryggja árangur og vellíðan í starfi
  • Könnum þörf fyrir ráðningu mannauðsstjóra
  • Setjum málefni barna og ungmenna í forgang við ráðstöfun fjármuna
  • Sköpum þær aðstæður að íbúar geti búið heima eins lengi og kostur er
  • Styðjum við uppbyggingu lífsgæðakjarna fyrir eldri borgara, þar sem heimili og þjónusta eru tengd saman
  • Látum gera úttekt á aðgengi fatlaðs fólks að stofnunum sveitarfélagsins með úrbætur í huga
  • Stöndum vörð um starfsemi heilsugæslunnar í sveitarfélaginu
  • Sjáum til þess að Hjúkrunar- og dvalarheimilið Lundur og þjónusta við eldri borgara verði framúrskarandi

FRÆÐSLA OG UPPELDI

Gerum fræðslu- og uppeldismálum hátt undir höfði

Hugsum til framtíðar:

  • Stöndum vörð um öflugt og framúrskarandi skólastarf og tryggjum að hver nemandi fái þjónustu og kennslu miðað við sínar þarfir, t.d. sálfræðiþjónustu og íslenskukennslu fyrir nemendur með annað móðurmál
  • Bætum fjarnámsaðstöðu á framhalds- og háskólastigi
  • Eflum sérkennslu og stuðning í leik- og grunnskólum
  • Vinnum markvisst að því að fjölga menntuðu starfsfólki í leikskólunum með því að bjóða upp á fyrirmyndaraðstöðu
  • Endurnýjum leiktækja- og leikfangakost leik- og grunnskóla
  • Bætum list- og verknámsaðstöðu skólanna og eflum forritun og nýsköpun
  • Sjáum til þess að fæði í leik- og grunnskólum sé ávallt í samræmi við ráðleggingar Landlæknisembættisins um mataræði

SKIPULAG OG UPPBYGGING

Skipuleggjum land með uppbyggingu og framkvæmdir í huga

Hugsum til framtíðar:

  • Sjáum til þess að alltaf verði nægt framboð lóða til úthlutunar
  • Setjum kraft í að markaðssetja lausar lóðir
  • Leggjum áherslu á að hefja uppbyggingu á þegar úthlutuðum lóðum í samræmi við reglur
  • Styðjum við uppbyggingu fjölbreyttra búsetuúrræða fyrir fyrstu kaupendur
  • Bætum aðgengi að upplýsingum um bygginga- og framkvæmdaleyfi
  • Komum á styrkjum til uppsetningar varmadæla á köldum svæðum
  • Skipum faglega byggingarnefnd vegna framkvæmda við nýtt skólahúsnæði
  • Styðjum áfram við hugmyndir um „Græna iðngarða“
  • Aðstoðum við markaðssetningu á framleiðsluvörum í sveitarfélaginu.
  • Stöndum vörð um skipulagsvald sveitarfélagsins til ákvarðana um skipulag og nýtingu hálendisins

HEILSUEFLING

Sköpum góðar aðstæður til eflingar á andlegri og líkamlegri heilsu

Hugsum til framtíðar:

  • Komum á frístundastyrkjum fyrir börn og unglinga svo að öll börn í sveitarfélaginu njóti jafnræðis óháð efnahag og búsetu
  • Bjóðum upp á fræðslu og forvarnir gegn vímuefnaneyslu og eflum þekkingu aðstandenda í forvarnarmálum
  • Komum til móts við ungmenni, 16 ára og eldri, með því að starfrækja ungmennahús sem þróað verði í samráði við þennan aldurshóp
  • Skipum vinnuhóp sem gerir tillögur að tímasettri verkáætlun um framtíðarskipulag íþróttasvæða í samráði við starfandi íþróttafélög
  • Komum á „frístundarútu“ á sýsluvísu í tengslum við íþrótta- og tómstundastarf
  • Beitum okkur fyrir því, í samráði við hagsmunaaðila, að Gaddstaðaflatir verði áfram miðpunktur hestamennsku á Íslandi
  • Endurskoðum samninga við íþróttafélög og frjáls félagasamtök
  • Bætum göngu- og heilsustígakerfi í Aldamótaskóginum í samvinnu við Skógræktarfélag Rangæinga

FERÐAÞJÓNUSTA

Nýtum kraftinn í ferðaþjónustunni

Hugsum til framtíðar:

  • Vinnum með ferðaþjónustuaðilum með það að markmiði að gera sveitarfélagið að eftirsóttum áfangastað
  • Markaðssetjum sveitarfélagið sem „Grunnbúðir Suðurlands“
  • Bætum aðgengi að ferðamannastöðum og náttúruperlum
  • Beitum okkur fyrir uppsetningu hraðhleðslustöðva
  • Uppfærum stöðugt heimasíðu sveitarfélagsins og höfum upplýsingar á Wikipedia ávallt til fyrirmyndar
  • Látum hanna og byggjum bílaþvottaaðstöðu fyrir sumarið 2023

Samgöngumál

Byggjum upp trausta innviði

Hugsum til framtíðar:

  • Beitum okkur fyrir stórbættu viðhaldi á héraðs- og tengivegum með áherslu á áframhaldandi uppbyggingu á Hagabraut, Árbæjarvegi, vegum á neðri hluta Rangárvalla og vegtengingu úr Þykkvabæ í Sandhólaferju
  • Lagfærum göngustíga og gangstéttir og skerpum verulega á umferðaröryggismálum
  • Komum gangbrautarmerkingum inn á umferðarskipulag til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda
  • Mótum skýrar reglur um snjómokstur
  • Stefnum að uppsetningu á göngubrú á gamla brúarstæðinu yfir Ytri-Rangá
  • Styðjum við uppbyggingu reiðstíga og varðveitum gamlar þjóðleiðir

umhverfi og náttúra

Hugsum vel um umhverfið og náttúruna

Hugsum til framtíðar:

  • Vinnum umhverfis- og auðlindastefnu fyrir sveitarfélagið þar sem auðlindir sveitarfélagsins verði skilgreindar og verðmæti þeirra metið
  • Meðhöndlum auðlindir með því hugarfari að vernda og auka verðmæti þeirra og bæta lífsgæði íbúa og komandi kynslóða
  • Stuðlum að því að sveitarfélagið verði í fararbroddi í umhverfismálum og stefnum að því að Rangárþing ytra verði fyrsta sveitarfélag landsins sem verði kolefnisjafnað
  • Fegrum aðkomu að þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins svo ferðafólki þyki eftirsóknarvert að dvelja og njóta
  • Gerum fjáröflunarsamning við nemendur grunnskólanna um tiltekt á opnum svæðum
  • Höfum árlegan tiltektardag þar sem íbúar hjálpast að við að fegra umhverfi sitt
  • Eflum fræðslu um sorpmál með það að markmiði að auka flokkun og minnka sorp
  • Komum upp grenndargámastöðvum í dreifbýlinu og endurskoðum sorphirðuþjónustu

Hvernig gengur okkur að vinna að okkar áherslum?