Virkjanir

Um virkjanamál og samfélagssáttmála

Á-listinn hefur lengi fjallað um málefni varðandi sanngjarna skiptingu arðs af orkuauðlindum eða frá stofnun listans árið 2010. Listinn hefur kynnt áherslumál sín í þessum efnum ítrekað, bæði í kosningabaráttu, á fundum með hagsmunaaðilum og við önnur tækifæri. Forsvarsmenn listans hafa talið að þessi mál séu sanngirnismál og að þau tengist byggðastefnu á landsvísu. Nú …

Um virkjanamál og samfélagssáttmála Read More »

Fundur á Hellu með forstjóra Landsvirkjunar

Ein af þeim hugmyndum sem fulltrúar Á-listans viðruðu á fundinum var hvort að ávinningur beggja aðila gæti verið fólginn í að fyrirtækið setji upp starfsstöðvar í sveitarfélaginu í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir, en það er í samræmi við áherslur Á-listans sem komu fram í aðdraganda kosninga. Þessari hugmynd var vel tekið af fulltrúum Landsvirkjunar og verður spennandi að sjá hver niðurstaðan verður.