July 2010

Tillaga – Ráðning sveitarstjóra

Svo var bókað á fundi sveitarstjórnar þann 20. júlí 2010: Tillaga um að oddvita verði falið að ganga frá ráðningarsamningi við Gunnstein R. Ómarsson á grundvelli upplýsinga sem liggja fyrir fundinum.  Fram kom að Gunnsteinn hefur störf 1. september nk. Samþykkt samhljóða. Guðfinnu Þorvaldsdóttur er falið að gegna starfi sveitarstjóra fram til 1. september nk. 

Tillaga – Ráðning sveitarstjóra Read More »

Gunnsteinn ráðinn í Rangárþingi ytra

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ráðið Gunnstein R. Ómarsson í starf sveitarstjóra. Gunnsteinn hefur verið búsettur í Danmörku síðustu misseri en hann var sveitarstjóri í Skaftárhreppi kjörtímabilið 2002-2006. Hann kemur til starfa 1. september nk. og mun Guðfinna Þorvaldsdóttir, oddviti, gegna stöðu sveitarstjóra fram að því. Magnús Hrafn Jóhannsson varaoddviti gegnir embætti oddvita á meðan.

Gunnsteinn ráðinn í Rangárþingi ytra Read More »

36 umsækjendur í Rangárþingi ytra

Í Rangárþingi ytra sóttu 36 um stöðu sveitarstjóra en umsóknarfrestur rann út 30. júní. Meðal umsækjenda eru Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri hjá Árborg, Ásgeir Magnússon, forstöðumaður Skrifstofu atvinnulífsins á Norðurlandi, Gunnsteinn R. Ómarsson, fv. sveitarstjóri í Skaftárhreppi, Indriði Indriðason, fjármálastjóri Rangárþings ytra og Ragnar Jörundsson fv. bæjarstjóri Vesturbyggðar. Meðal annarra umsækjenda eru Björn Rúriksson, ljósmyndari, Einar

36 umsækjendur í Rangárþingi ytra Read More »