Month: July 2010

Tillaga – Ráðning sveitarstjóra

Svo var bókað á fundi sveitarstjórnar þann 20. júlí 2010: Tillaga um að oddvita verði falið að ganga frá ráðningarsamningi við Gunnstein R. Ómarsson á grundvelli upplýsinga sem liggja fyrir fundinum.  Fram kom að Gunnsteinn hefur störf 1. september nk. Samþykkt samhljóða. Guðfinnu Þorvaldsdóttur er falið að gegna starfi sveitarstjóra fram til 1. september nk.  …

Tillaga – Ráðning sveitarstjóra Read More »

Gunnsteinn ráðinn í Rangárþingi ytra

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ráðið Gunnstein R. Ómarsson í starf sveitarstjóra. Gunnsteinn hefur verið búsettur í Danmörku síðustu misseri en hann var sveitarstjóri í Skaftárhreppi kjörtímabilið 2002-2006. Hann kemur til starfa 1. september nk. og mun Guðfinna Þorvaldsdóttir, oddviti, gegna stöðu sveitarstjóra fram að því. Magnús Hrafn Jóhannsson varaoddviti gegnir embætti oddvita á meðan.

36 umsækjendur í Rangárþingi ytra

Í Rangárþingi ytra sóttu 36 um stöðu sveitarstjóra en umsóknarfrestur rann út 30. júní. Meðal umsækjenda eru Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri hjá Árborg, Ásgeir Magnússon, forstöðumaður Skrifstofu atvinnulífsins á Norðurlandi, Gunnsteinn R. Ómarsson, fv. sveitarstjóri í Skaftárhreppi, Indriði Indriðason, fjármálastjóri Rangárþings ytra og Ragnar Jörundsson fv. bæjarstjóri Vesturbyggðar. Meðal annarra umsækjenda eru Björn Rúriksson, ljósmyndari, Einar …

36 umsækjendur í Rangárþingi ytra Read More »