Samantekt oddvita um verkefni á milli funda

Á fundi sveitarstjórnar í dag var tekin upp sú nýlunda að oddviti gerði grein fyrir verkefnum og málum sem upp hafa komið á milli funda og þeim skilað með skriflegum hætti á minnisblaðaformi. Er þetta gert til að auka upplýsingaflæði um þau verkefni sem eru í gangi hverju sinni. Vonandi mælist þetta vel fyrir hjá öllum þeim sem vilja fylgjast með málefnum sveitarfélagsins en hugmyndin er að í framtíðinni verði sveitarstjóri eða oddviti með svona minnispunkta í upphafi hvers sveitarstjórnarfundar, og  að þessir óformlegu minnispunktar verði aðgengilegir með fundargerð sveitarstjórnar.

Samantekt oddvita um verkefni á milli funda Read More »