Heilsa

Frístundastyrkir fyrir börn og unglinga í Rangárþingi ytra!

Tilgangur frístundastyrksins er fyrst og fremst að öll börn og unglingar í Rangárþingi ytra geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Rannsóknir sýna einnig að þátttaka barna og unglinga í skipulögðu frístundastarfi, undir stjórn ábyrgs leiðbeinanda, hefur forvarnargildi og veitir þeim líkamlega og andlega vellíðan.

Vinnuhópur um framtíðarskipulag íþróttavallasvæða í Rangárþingi ytra stofnaður

Hlutverk faghópsins er að vinna stefnu og koma með hugmyndir að því hvernig útiíþróttaaðstaða í Rangárþingi ytra á að byggjast upp, ásamt því að koma með grófa kostnaðaráætlun á hugmyndum. Faghópurinn skal skila af sér lokaskýrslu fyrir 1. nóvember 2022.