Tillaga Á-lista um gjaldfrjáls mötuneyti

Fundur sveitarstjórnar Rangárþings ytra 21. júní 2018

Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að mötuneyti verði gjaldfrjáls fyrir grunnskólanemendur sveitarfélagsins frá og með næstu áramótum.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

Tillögunni vísað til byggðarráðs til frekari greiningar og afgreiðslu frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Tilvísun: https://www.ry.is/is/stjornsysla/stjornsysla/fundargerdir/sveitarstjorn-rangarthings-ytra/517

Fundur sveitarstjórnar 12. desember 2019

Tillaga frá 12.9.2019 sem var vísað til umfjöllunar hjá byggðarráði við fjárhagsáætlunargerð næsta árs. Fulltrúar Á-lista hafa óskað eftir að tillagan verði tekin til formlegrar afgreiðslu.

Tillagan hljóðar svo: Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að mötuneyti verði gjaldfrjáls fyrir grunnskólanemendur sveitarfélagsins frá og með næstu áramótum.

Greinargerð: Segja má að þessi tillaga sé e.k. framhaldstillaga frá því fyrir ári síðan þegar Á-listinn lagði fram sömu tillögu (dags. 21.júní 2018) og fékk samþykkta helmings lækkun á verði mötuneytis til nemenda grunnskólanna. Nú leggur Á-listinn til að skrefið verði stigið til fulls. Við vinnslu áðurnefndrar tillögu voru gerðar greiningar á kostnaði hennar, þannig að kostnaður að liggja fyrir og ætti að vera auðvelt að uppfæra hann.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Karl Jónsson.

Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.