Opin stjórnsýsla

Lýsing deiliskipulags við skólasvæðið á Hellu kynnt

Á fundi Skipulagsnefndar 1. september var lögð fram í fyrsta sinn lýsing á deiliskipulagstillögu skólasvæðisins á Hellu. Tilgangur lýsingar er fyrst og fremst að tryggja að almenningur og hagsmunaaðilar komi að skipulagsferlinu á fyrstu stigum, stuðla að gagnsæi í öllu ferlinu og gera skipulagsvinnuna markvissari.

Lýsing deiliskipulags við skólasvæðið á Hellu kynnt Read More »

Samantekt oddvita um verkefni á milli funda

Á fundi sveitarstjórnar í dag var tekin upp sú nýlunda að oddviti gerði grein fyrir verkefnum og málum sem upp hafa komið á milli funda og þeim skilað með skriflegum hætti á minnisblaðaformi. Er þetta gert til að auka upplýsingaflæði um þau verkefni sem eru í gangi hverju sinni. Vonandi mælist þetta vel fyrir hjá öllum þeim sem vilja fylgjast með málefnum sveitarfélagsins en hugmyndin er að í framtíðinni verði sveitarstjóri eða oddviti með svona minnispunkta í upphafi hvers sveitarstjórnarfundar, og  að þessir óformlegu minnispunktar verði aðgengilegir með fundargerð sveitarstjórnar.

Samantekt oddvita um verkefni á milli funda Read More »

Fyrsta beina útsendingin frá staðfundi sveitarstjórnar í Rangárþingi ytra

Sveitarstjórn Rangárþings ytra fundaði í dag að Suðurlandsvegi 1-3 á Hellu og var það í fyrsta sinn sem sýnt er beint frá staðfundi sveitarstjórnar. Þetta eru tímamót og í samræmi við breyttar áherslur sem Á-listinn boðaði fyrir kosningar m.a. með opnari stjórnsýslu og betra aðgengi allra að henni.

Fyrsta beina útsendingin frá staðfundi sveitarstjórnar í Rangárþingi ytra Read More »

Beinar útsendingar – Bætt stjórnsýsla

Á fyrsta fundi sveitarstjórnar næsta fimmtudag verður lögð fram tillaga um að sýna beint frá sveitarstjórnarfundum. Einnig verður sett á fót nýtt fundarform sem gerir ráð fyrir því að sá sem hefur orðið hverju sinni mæli úr ræðupúlti. Þannig verði fundirnir skilvirkari og faglegri auk þess sem áhorfendur heyra betur í þeim sem tala hverju

Beinar útsendingar – Bætt stjórnsýsla Read More »

Tillaga Á-lista – Móttökuáætlun fyrir nýja íbúa í Rangárþingi ytra

Á fundi sveitarstjórnar þann 10. júní 2015 lögðu fulltrúa Á-lista fram tillögu um að gerð yrði móttökuáætlun fyrir nýja íbúa í Rangárþingi ytra og útbúið kynningarefni m.a. um hvað sveitarfélagið hefur uppá að bjóða, bæði í þjónustu sem og félagsstarfi. Sjá hér undir lið nr. 5: https://www.ry.is/is/stjornsysla/stjornsysla/fundargerdir/sveitarstjorn-rangarthings-ytra/110 Tillagan var samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að

Tillaga Á-lista – Móttökuáætlun fyrir nýja íbúa í Rangárþingi ytra Read More »

Tillaga – Heimasíða sveitarfélagsins endurnýjuð

Svo var bókað 14. júní 2010 á fyrsta fundi sveitarstjórnar: Sveitarstjórn vill opna stjórnsýsluna betur fyrir íbúum með því að efla heimasíðu sveitarfélagsins með því markmiði að auglýsa sveitarfélagið og gera upplýsingar um stjórnsýsluna aðgengilegri fyrir íbúa.  Sveitarstjórn mun kappkosta að upplýsa íbúa um það sem fram fer í stjórnsýslunni svo sem lög leyfa, því

Tillaga – Heimasíða sveitarfélagsins endurnýjuð Read More »