Tillaga Á-lista – Móttökuáætlun fyrir nýja íbúa í Rangárþingi ytra

Á fundi sveitarstjórnar þann 10. júní 2015 lögðu fulltrúa Á-lista fram tillögu um að gerð yrði móttökuáætlun fyrir nýja íbúa í Rangárþingi ytra og útbúið kynningarefni m.a. um hvað sveitarfélagið hefur uppá að bjóða, bæði í þjónustu sem og félagsstarfi. Sjá hér undir lið nr. 5: https://www.ry.is/is/stjornsysla/stjornsysla/fundargerdir/sveitarstjorn-rangarthings-ytra/110

Tillagan var samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að verkefninu í framkvæmd. Málið fékk málsnúmerið 1506017 í málakerfi sveitarfélagsins. Fundarmenn voru: Þorgils Torfi Jónsson oddviti, Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti, Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri, Haraldur Eiríksson aðalmaður, Yngvi Karl Jónsson aðalmaður, Sigdís Oddsdóttir aðalmaður og Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður,

Á fundi sveitarstjórnar þann 13. september 2017, rúmum 2 árum síðar, spurðu fulltrúar Á-lista hvernig gengi að klára verkefnið. Svarið var: “Málinu er ekki lokið en vinnuhópur undir forystu Eiríks Sigurðssonar er að störfum.

Bæklingurinn kom út í nóvember 2020, rúmlega 5 árum eftir að tillaga Á-lista var lögð fram: https://www.ry.is/static/files/2020/nybuabaeklingur-2020.pdf