Skólasvæðið á hellu – Tímalína og helstu upplýsingar

11. apríl 2018

Fulltrúar Á-lista bóka í sveitarstjórn vegna máls nr. 1803008 “Þrúðvangur 18 – Möguleg kaup” (Fannbergshúsið) :
“Fulltrúar Á-lista eru sannarlega fylgjandi því að tryggt sé leikskólapláss fyrir öll börn í sveitarfélaginu 12 mánaða og eldri sem þess óska, en telja að greina þurfi fyrirliggjandi þörf og framboð á leikskólarými í sveitarfélaginu áður en farið er í frekari fjárfestingu í skammtímalausnum, sem kaup á þessari fasteign væri. Frekar ætti að hefja vinnu við staðsetningu og byggingu nýs leikskóla á Hellu með framtíðina að leiðarljósi, þar sem fyrirséð er að núverandi húsnæði anni ekki framtíðarfjölda leikskólabarna í sveitarfélaginu.”