Tillaga – Ráðning sveitarstjóra

Svo var bókað á fundi sveitarstjórnar þann 20. júlí 2010:

Tillaga um að oddvita verði falið að ganga frá ráðningarsamningi við Gunnstein R. Ómarsson á grundvelli upplýsinga sem liggja fyrir fundinum.  Fram kom að Gunnsteinn hefur störf 1. september nk.

Samþykkt samhljóða.

Guðfinnu Þorvaldsdóttur er falið að gegna starfi sveitarstjóra fram til 1. september nk.  Hún óskar eftir leyfi frá störfum oddvita fyrir sama tímabil.  Varaoddviti, Magnús Hrafn Jóhannsson gegnir embætti oddvita á meðan.

Samþykkt samhljóða.