36 umsækjendur í Rangárþingi ytra

Í Rangárþingi ytra sóttu 36 um stöðu sveitarstjóra en umsóknarfrestur rann út 30. júní.

Meðal umsækjenda eru Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri hjá Árborg, Ásgeir Magnússon, forstöðumaður Skrifstofu atvinnulífsins á Norðurlandi, Gunnsteinn R. Ómarsson, fv. sveitarstjóri í Skaftárhreppi, Indriði Indriðason, fjármálastjóri Rangárþings ytra og Ragnar Jörundsson fv. bæjarstjóri Vesturbyggðar.

Meðal annarra umsækjenda eru Björn Rúriksson, ljósmyndari, Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur, Heimir Hafsteinsson, fv. oddviti Djúpárhrepps, Magnús Hlynur Hreiðarsson, blaðamaður og Svanur Lárusson, björgunarsveitarmaður.

Farið verður yfir umsóknirnar á næstu dögum. Þangað til gengið verður frá ráðningu mun Örn Þórðarson gegna stöðu sveitarstjóra.

Umsækjendurnir eru þessir í stafrófsröð:
Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri, Selfossi.
Árni Jónsson, rafverktaki, Hellu.
Ásgeir Magnússon, forstöðumaður, Akureyri.
Birgir Skaptason, viðskiptafræðingur, Ásahreppi.
Björn Rúriksson, rekstrarráðgjafi, Selfossi.
Bryndís Bjarnarson, verkefnastýra, Mosfellsbæ.
Brynjar Sindri Sigurðsson, rekstrarráðgjafi, Reykjavík.
Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur, Reykjavík.
Eygló Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri, Reykhólahreppi.
Eyjólfur Bragason, verkefnisstjóri, Garðabæ.
Gunnsteinn R. Ómarsson, verkefnastjóri, Danmörku.
Heimir Hafsteinsson, verktaki, Hellu.
Hrafnkell Guðnason, viðskiptafræðingur, Flóahreppi.
Indriði Indriðason, fjármálastjóri, Hellu.
Jón Ágúst Reynisson, landfræðingur, Hellu.
Jón Hrói Finnsson, þróunarstjóri, Ólafsfirði.
Klara Viðarsdóttir, viðskiptafræðingur, Hellu.
Kristín S. Jónsdóttir, arkitekt, Kópavogi.
Kristján Kristjánsson, verkefnastjóri, Mosfellsbæ.
Lárus M. K. Ólafsson, yfirlögfræðingur, Reykjavík.
Magnús Hlynur Hreiðarsson, ritstjóri, Selfossi.
Ólafur Árnason, ráðgjafi, Kópavogi.
Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri, Patreksfirði.
Ragnar Már Ragnarsson, verkefnastjóri, Akranesi.
Rúnar Fossádal Árnason, rekstrarráðgjafi, Keflavík.
Sif Jónsdóttir, viðskiptafræðingur, Reykjavík.
Sigríður Stefánsdóttir, verkefnastjóri, Akureyri.
Sigrún Árnadóttir, ráðgjafi, Kópavogi.
Sigurður Tómas Björgvinsson, stjórnsýsluráðgjafi, Hafnarfirði.
Sigurður Sigurðarson, byggingar- og stjórnunarverkfræðingur, Garðabæ.
Svanur Sævar Lárusson, smiður, Hellu.
Svavar Jósefsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík.
Valtýr Sigurbjarnarson, sérfræðingur, Akureyri.
Vilhjálmur Wium, umdæmisstjóri, Namibíu.
Þorsteinn Guðnason, viðskiptafræðingur, Reykjavík.
Þorsteinn Fr. Sigurðsson, rekstrarhagfræðingur, Garðabæ.