Endurskoðun á reglum um afslætti á fasteignagjöldum

Af fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025

Tillaga Á-lista um endurskoðun á reglum um afslætti á fasteignagjöldum

2509050 Styrkur til fyrstu kaupenda.

Lagðar eru fram reglur um styrk á móti fasteignaskatti fyrir fyrstu íbúðakaupendur sem eiga að gilda til reynslu í tvö ár.

BG tók til máls.

Lagt til að reglurnar séu samþykktar.

Samþykkt með fjórum atkvæðum. EÞI, BG og GMÁ greiða atkvæði á móti.

Bókun D-lista:
Fulltrúar D-lista sakna þess að nokkuð kostnaðarmat fylgi með tillögu Á-lista.

Fasteignaskattur A-hluta fyrir næsta ár er 0,265% sem er lágt miðað við mörg sambærileg sveitarfélög. Rangárþing ytra hefur því, nú þegar, forskot fyrir þá íbúðarkaupendur sem horfa sérstaklega til fasteignaskatta þegar þeir velja sér búsetu. Fyrir 50 milljóna króna fasteign eru fasteignaskattar á ári 132.500 kr og 50% afsláttur af þeirri upphæð er 66.250 kr.

Málið hefur ekki fengið umfjöllun á grundvelli 5. gr. laga nr. 4 frá 1995 um tekjustofna sveitarfélaga þar sem heimildir sveitarfélaga til þess að veita undanþágur frá fasteignaskatti eru tilgreindar sérstaklega. Auk þess er þessi leið flókin og ekki líkleg til að auka samkeppnisforskot. Í ljósi þess, og að engar greiningar um áætlaðan kostnað liggja fyrir, samþykkja fulltrúar D lista ekki umræddar reglur. (EÞI, BG, GMÁ).

Fylgiskjöl: