Þykkvibær verður þéttbýli á ný

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur afturkallað ákvörðun fyrri sveitarstjórnar frá í vor um að skilgreina Þykkvabæ sem dreifbýli.

Þykkvibær er því þéttbýli áfram og er ákvörðunin tekin í samráði við Skipulagsstofnun.

„Við vildum verða við vilja íbúa þarna um að halda þessu áfram sem þéttbýli og viðhalda þannig sög­unni,“ sagði Guðfinna Þorvaldsdóttir, oddviti, í samtali við Sunnlenska.

Þykkvibær er elsta sveitaþorp á Íslandi og var eina sveitaþorpið á landinu í 900-1000 ár líkt og kemur fram í bók Árna Óla blaðamanns, Þúsund ára sveitaþorp sem kom út árið 1962.