June 2022

Stöðugildi sérkennara/þroskaþjálfa bætt við á yngsta stigi

Á fundi sveitarstjórnar síðastliðinn miðvikudag, 22. júní, tók sveitarstjórn ákvörðun um að bæta við stöðugildi sérkennara/þroskaþjálfa fyrir skólaárið 2022-2023 til að mæta þörf á auknum stuðningi við nemendur á yngsta stigi Grunnskólans á Hellu. Stjórnendur Grunnskólans á Hellu óskuðu eftir að bæta stöðugildinu við og taldi stjórn Odda þörf þá að verða við þeirri beiðni. Þetta málefni uppfyllir eitt af áherslumálum Á-listans sem kynnt voru í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna um að “efla sérkennslu og stuðning í leik- og grunnskólum”.

Stöðugildi sérkennara/þroskaþjálfa bætt við á yngsta stigi Read More »

Fyrsta beina útsendingin frá staðfundi sveitarstjórnar í Rangárþingi ytra

Sveitarstjórn Rangárþings ytra fundaði í dag að Suðurlandsvegi 1-3 á Hellu og var það í fyrsta sinn sem sýnt er beint frá staðfundi sveitarstjórnar. Þetta eru tímamót og í samræmi við breyttar áherslur sem Á-listinn boðaði fyrir kosningar m.a. með opnari stjórnsýslu og betra aðgengi allra að henni.

Fyrsta beina útsendingin frá staðfundi sveitarstjórnar í Rangárþingi ytra Read More »

Beinar útsendingar – Bætt stjórnsýsla

Á fyrsta fundi sveitarstjórnar næsta fimmtudag verður lögð fram tillaga um að sýna beint frá sveitarstjórnarfundum. Einnig verður sett á fót nýtt fundarform sem gerir ráð fyrir því að sá sem hefur orðið hverju sinni mæli úr ræðupúlti. Þannig verði fundirnir skilvirkari og faglegri auk þess sem áhorfendur heyra betur í þeim sem tala hverju

Beinar útsendingar – Bætt stjórnsýsla Read More »

Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar – Fundarboð

Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar hefur nú verið boðaður og verður hann haldinn fimmtudaginn 9. Júní kl. 08.15. Fjölmörg mál eru á dagskrá fundarins en m.a. erum við með til umfjöllunar tillögu um að leggja af stað í ráðningarferli á nýjum sveitarstjóra þar sem öllum gefst kostur á að sækja um. Einnig liggur fyrir fundinum tillaga um að skipa í byggingarnefnd um uppbyggingu á skólahúsnæði á Hellu. Að lokum erum við einnig með tillögu um að leggja til að fundir sveitarstjórnar verði sendir út í beinni útsendingu. Þessi málefni eru öll í samræmi við breyttar áherslur okkar í þessum málaflokkum. Skemmtilegir tímar framundan í Rangárþingi ytra!

Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar – Fundarboð Read More »