Sveitarstjórn

Fyrsta beina útsendingin frá staðfundi sveitarstjórnar í Rangárþingi ytra

Sveitarstjórn Rangárþings ytra fundaði í dag að Suðurlandsvegi 1-3 á Hellu og var það í fyrsta sinn sem sýnt er beint frá staðfundi sveitarstjórnar. Þetta eru tímamót og í samræmi við breyttar áherslur sem Á-listinn boðaði fyrir kosningar m.a. með opnari stjórnsýslu og betra aðgengi allra að henni.

Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar 2022-2026

Í dag, fimmtudaginn 9. júní 2022, fór fram fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar í Rangárþingi ytra kjörtímabilið 2022-2026. Kosið var í helstu embætti, nefndir og ráð eins og venja er auk þess sem önnur mál, s.s. afgreiðslumál, innsend erindi og frumkvæðismál framboða voru afgreidd.