Fræðslumál

Stöðugildi sérkennara/þroskaþjálfa bætt við á yngsta stigi

Á fundi sveitarstjórnar síðastliðinn miðvikudag, 22. júní, tók sveitarstjórn ákvörðun um að bæta við stöðugildi sérkennara/þroskaþjálfa fyrir skólaárið 2022-2023 til að mæta þörf á auknum stuðningi við nemendur á yngsta stigi Grunnskólans á Hellu. Stjórnendur Grunnskólans á Hellu óskuðu eftir að bæta stöðugildinu við og taldi stjórn Odda þörf þá að verða við þeirri beiðni. Þetta málefni uppfyllir eitt af áherslumálum Á-listans sem kynnt voru í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna um að “efla sérkennslu og stuðning í leik- og grunnskólum”.

Stöðugildi sérkennara/þroskaþjálfa bætt við á yngsta stigi Read More »

Samningur um fullnaðarhönnun staðfestur

Á fundi sveitarstjórnar Rangárþings ytra þann 25. maí 2022 var lagður fram til staðfestingar hönnunarsamningur við VSÓ Ráðgjöf ehf um verkfræðihönnun við 2. áfanga nýrrar skólabyggingar Grunnskólans á Hellu. Samningurinn hljóðar upp á 70.037.742 kr. m. vsk og rúmast innan fjárhagsáætlunar. Áfangi 2 er nýbygging á tveimur hæðum, um 2465 m2. Breyting á eldri byggingum

Samningur um fullnaðarhönnun staðfestur Read More »

Tillaga Á-lista um gjaldfrjáls mötuneyti

Fundur sveitarstjórnar Rangárþings ytra 21. júní 2018 Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að mötuneyti verði gjaldfrjáls fyrir grunnskólanemendur sveitarfélagsins frá og með næstu áramótum. Margrét Harpa GuðsteinsdóttirSteindór TómassonYngvi Harðarson Tillögunni vísað til byggðarráðs til frekari greiningar og afgreiðslu frestað til næsta fundar sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða. Tilvísun: https://www.ry.is/is/stjornsysla/stjornsysla/fundargerdir/sveitarstjorn-rangarthings-ytra/517 Fundur sveitarstjórnar 12. desember 2019

Tillaga Á-lista um gjaldfrjáls mötuneyti Read More »

Skólasvæðið á hellu – Tímalína og helstu upplýsingar

11. apríl 2018 – Sveitarstjórn Fulltrúar Á-lista bóka í sveitarstjórn vegna máls nr. 1803008 :“Þrúðvangur 18 – Möguleg kaup (Fannbergshúsið) : Fulltrúar Á-lista eru sannarlega fylgjandi því að tryggt sé leikskólapláss fyrir öll börn í sveitarfélaginu 12 mánaða og eldri sem þess óska, en telja að greina þurfi fyrirliggjandi þörf og framboð á leikskólarými í

Skólasvæðið á hellu – Tímalína og helstu upplýsingar Read More »