Áherslumál

Reglur um frístundastyrki samþykktar í Rangárþingi ytra

Á fundi sveitarstjórnar í dag, miðvikudaginn 14. desember 2022, voru reglur um frístundastyrki lagðar fram til samþykktar. Meginmarkmið frístundastyrksins er að tryggja að öll börn, 6-16 ára, í Rangárþingi ytra getið tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi og að foreldrum þeirra og forráðamönnum verði gert auðveldara að standa straum af þeim kostnaði sem af þátttökunni hlýst. …

Reglur um frístundastyrki samþykktar í Rangárþingi ytra Read More »

Frístundastyrkir fyrir börn og unglinga í Rangárþingi ytra!

Tilgangur frístundastyrksins er fyrst og fremst að öll börn og unglingar í Rangárþingi ytra geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Rannsóknir sýna einnig að þátttaka barna og unglinga í skipulögðu frístundastarfi, undir stjórn ábyrgs leiðbeinanda, hefur forvarnargildi og veitir þeim líkamlega og andlega vellíðan.

Skrifað undir viljayfirlýsingu um græna iðngarða í Rangárþingi ytra

Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri fyrir hönd Orkídeu, og Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri fyrir hönd sveitarfélagsins Rangárþings ytra, skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu á grænum iðngörðum á Strönd í Rangárþingi ytra. Telja má að í því felist mikil tækifæri til eflingar atvinnulífs í sveitarfélaginu gangi áformin eftir.

Samantekt oddvita um verkefni á milli funda

Á fundi sveitarstjórnar í dag var tekin upp sú nýlunda að oddviti gerði grein fyrir verkefnum og málum sem upp hafa komið á milli funda og þeim skilað með skriflegum hætti á minnisblaðaformi. Er þetta gert til að auka upplýsingaflæði um þau verkefni sem eru í gangi hverju sinni. Vonandi mælist þetta vel fyrir hjá öllum þeim sem vilja fylgjast með málefnum sveitarfélagsins en hugmyndin er að í framtíðinni verði sveitarstjóri eða oddviti með svona minnispunkta í upphafi hvers sveitarstjórnarfundar, og  að þessir óformlegu minnispunktar verði aðgengilegir með fundargerð sveitarstjórnar.

Vinnuhópur um framtíðarskipulag íþróttavallasvæða í Rangárþingi ytra stofnaður

Hlutverk faghópsins er að vinna stefnu og koma með hugmyndir að því hvernig útiíþróttaaðstaða í Rangárþingi ytra á að byggjast upp, ásamt því að koma með grófa kostnaðaráætlun á hugmyndum. Faghópurinn skal skila af sér lokaskýrslu fyrir 1. nóvember 2022.

Stöðugildi sérkennara/þroskaþjálfa bætt við á yngsta stigi

Á fundi sveitarstjórnar síðastliðinn miðvikudag, 22. júní, tók sveitarstjórn ákvörðun um að bæta við stöðugildi sérkennara/þroskaþjálfa fyrir skólaárið 2022-2023 til að mæta þörf á auknum stuðningi við nemendur á yngsta stigi Grunnskólans á Hellu. Stjórnendur Grunnskólans á Hellu óskuðu eftir að bæta stöðugildinu við og taldi stjórn Odda þörf þá að verða við þeirri beiðni. Þetta málefni uppfyllir eitt af áherslumálum Á-listans sem kynnt voru í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna um að “efla sérkennslu og stuðning í leik- og grunnskólum”.

Fyrsta beina útsendingin frá staðfundi sveitarstjórnar í Rangárþingi ytra

Sveitarstjórn Rangárþings ytra fundaði í dag að Suðurlandsvegi 1-3 á Hellu og var það í fyrsta sinn sem sýnt er beint frá staðfundi sveitarstjórnar. Þetta eru tímamót og í samræmi við breyttar áherslur sem Á-listinn boðaði fyrir kosningar m.a. með opnari stjórnsýslu og betra aðgengi allra að henni.