Auðlindamál

Pistill oddvita – framkvæmdir í sveitarfélaginu

Það er stundum sagt að tíminn líði hratt þegar mikið er um að vera og verkefnin mörg. Og það hefur svo sannarlega verið nóg að gera hjá starfsfólki og þeirri sveitarstjórn sem tók við fyrir rúmu ári síðan. Mig langaði í þessum pistli að fara yfir helstu framkvæmdir sem annað hvort eru þegar komnar til […]

Pistill oddvita – framkvæmdir í sveitarfélaginu Read More »

Um virkjanamál og samfélagssáttmála

Á-listinn hefur lengi fjallað um málefni varðandi sanngjarna skiptingu arðs af orkuauðlindum eða frá stofnun listans árið 2010. Listinn hefur kynnt áherslumál sín í þessum efnum ítrekað, bæði í kosningabaráttu, á fundum með hagsmunaaðilum og við önnur tækifæri. Forsvarsmenn listans hafa talið að þessi mál séu sanngirnismál og að þau tengist byggðastefnu á landsvísu. Nú

Um virkjanamál og samfélagssáttmála Read More »

Fundur á Hellu með forstjóra Landsvirkjunar

Ein af þeim hugmyndum sem fulltrúar Á-listans viðruðu á fundinum var hvort að ávinningur beggja aðila gæti verið fólginn í að fyrirtækið setji upp starfsstöðvar í sveitarfélaginu í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir, en það er í samræmi við áherslur Á-listans sem komu fram í aðdraganda kosninga. Þessari hugmynd var vel tekið af fulltrúum Landsvirkjunar og verður spennandi að sjá hver niðurstaðan verður.

Fundur á Hellu með forstjóra Landsvirkjunar Read More »

Skrifað undir viljayfirlýsingu um græna iðngarða í Rangárþingi ytra

Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri fyrir hönd Orkídeu, og Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri fyrir hönd sveitarfélagsins Rangárþings ytra, skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu á grænum iðngörðum á Strönd í Rangárþingi ytra. Telja má að í því felist mikil tækifæri til eflingar atvinnulífs í sveitarfélaginu gangi áformin eftir.

Skrifað undir viljayfirlýsingu um græna iðngarða í Rangárþingi ytra Read More »