August 2022

Hverfaráð í Rangárþingi ytra – Getum við aukið íbúalýðræði?

Fulltrúar Á-lista lögðu fram tillögu um stofnun hverfaráða á fundi sveitarstjórnar þann 10. ágúst síðastliðinn. Tillagan gengur út á það að tryggja skilvirkni í þjónustu við íbúa og atvinnufyrirtæki í sveitarfélaginu og gefa íbúum möguleika á að koma að stefnumótun og ákvörðunum sveitarstjórnar. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum Á-lista en fulltrúar D-lista sátu hjá.

Hverfaráð í Rangárþingi ytra – Getum við aukið íbúalýðræði? Read More »

Samantekt oddvita um verkefni á milli funda

Á fundi sveitarstjórnar í dag var tekin upp sú nýlunda að oddviti gerði grein fyrir verkefnum og málum sem upp hafa komið á milli funda og þeim skilað með skriflegum hætti á minnisblaðaformi. Er þetta gert til að auka upplýsingaflæði um þau verkefni sem eru í gangi hverju sinni. Vonandi mælist þetta vel fyrir hjá öllum þeim sem vilja fylgjast með málefnum sveitarfélagsins en hugmyndin er að í framtíðinni verði sveitarstjóri eða oddviti með svona minnispunkta í upphafi hvers sveitarstjórnarfundar, og  að þessir óformlegu minnispunktar verði aðgengilegir með fundargerð sveitarstjórnar.

Samantekt oddvita um verkefni á milli funda Read More »

Hjólabrettasvæði í uppsetningu á Hellu

Eins og sumir hafa nú þegar tekið eftir er verið að setja upp hjólabrettasvæði á afmörkuðu svæði á bílastæði við sparkvöllinn sunnan við íþróttahúsið á Hellu. Takmarkið með þessari aðgerð er að koma búnaði sem hefur verið keyptur í hjólabrettagarðinn í virkni sem fyrst með hagkvæmum og skilvirkum hætti. Þessi staðsetning er hugsuð til bráðabirgða en

Hjólabrettasvæði í uppsetningu á Hellu Read More »