Hverfaráð í Rangárþingi ytra – Getum við aukið íbúalýðræði?

Fulltrúar Á-lista lögðu fram tillögu um stofnun hverfaráða á fundi sveitarstjórnar þann 10. ágúst síðastliðinn. Tillagan gengur út á það að tryggja skilvirkni í þjónustu við íbúa og atvinnufyrirtæki í sveitarfélaginu og gefa íbúum möguleika á að koma að stefnumótun og ákvörðunum sveitarstjórnar. Gert er ráð fyrir að hlutverk ráðanna verði m.a að ræða félagsstarf, skipulagsmál, framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins og þjónustu. Rætt verði um hvað betur megi fara og lagðar fram hugmyndir og nýjar  leiðir.

Með stofnun hverfaráða í sveitarfélaginu skapist þannig mikilvægur vettvangur fyrir íbúa að hafa meiri áhrif á sitt nánasta umhverfi auk þess að skapa gott tækifæri til þess að efla og styrkja samskipti íbúa og sveitarstjórnar.

Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum Á-lista en fulltrúar D-lista sátu hjá.