Lýsing deiliskipulags við skólasvæðið á Hellu kynnt

Á fundi Skipulagsnefndar Rangárþings ytra í gær, 1. september, var lögð fram í fyrsta sinn lýsing á deiliskipulagstillögu skólasvæðisins á Hellu.

Tilgangur lýsingar er að:

  • Tryggja að almenningur og hagsmunaaðilar komi að skipulagsferlinu á fyrstu stigum
  • Stuðla að gagnsæi í öllu ferlinu og bæta upplýsingaöflun
  • Gera skipulagsvinnuna markvissari
  • Veita sveitarstjórnum og öðrum sem koma að skipulagsgerðinni betri yfirsýn
  • Stuðla að auknum gæðum við gerð skipulags og umhverfismati þess

Lýsingin er kynnt opinberlega og almenningur fær þannig tækifæri til að koma ábendingum á framfæri við sveitarfélagið. Samtímis er leitað umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila.

Fylgiskjöl:

Um deiliskipulag almennt:
Deiliskipulag nær til afmarkaðs svæðis sem myndar heildstæða einingu – hverfis, hverfishluta, götureits eða húsaþyrpingar. Þar eru sett ákvæði um byggingarheimildir og útfærslu bygginga og frágang umhverfis.