September 2022

Fundur á Hellu með forstjóra Landsvirkjunar

Ein af þeim hugmyndum sem fulltrúar Á-listans viðruðu á fundinum var hvort að ávinningur beggja aðila gæti verið fólginn í að fyrirtækið setji upp starfsstöðvar í sveitarfélaginu í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir, en það er í samræmi við áherslur Á-listans sem komu fram í aðdraganda kosninga. Þessari hugmynd var vel tekið af fulltrúum Landsvirkjunar og verður spennandi að sjá hver niðurstaðan verður.

Fundur á Hellu með forstjóra Landsvirkjunar Read More »

Skrifað undir viljayfirlýsingu um græna iðngarða í Rangárþingi ytra

Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri fyrir hönd Orkídeu, og Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri fyrir hönd sveitarfélagsins Rangárþings ytra, skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu á grænum iðngörðum á Strönd í Rangárþingi ytra. Telja má að í því felist mikil tækifæri til eflingar atvinnulífs í sveitarfélaginu gangi áformin eftir.

Skrifað undir viljayfirlýsingu um græna iðngarða í Rangárþingi ytra Read More »

Lýsing deiliskipulags við skólasvæðið á Hellu kynnt

Á fundi Skipulagsnefndar 1. september var lögð fram í fyrsta sinn lýsing á deiliskipulagstillögu skólasvæðisins á Hellu. Tilgangur lýsingar er fyrst og fremst að tryggja að almenningur og hagsmunaaðilar komi að skipulagsferlinu á fyrstu stigum, stuðla að gagnsæi í öllu ferlinu og gera skipulagsvinnuna markvissari.

Lýsing deiliskipulags við skólasvæðið á Hellu kynnt Read More »