Reglur um frístundastyrki samþykktar í Rangárþingi ytra

Á fundi sveitarstjórnar í dag, miðvikudaginn 14. desember 2022, voru reglur um frístundastyrki lagðar fram til samþykktar. Meginmarkmið frístundastyrksins er að tryggja að öll börn, 6-16 ára, í Rangárþingi ytra getið tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi og að foreldrum þeirra og forráðamönnum verði gert auðveldara að standa straum af þeim kostnaði sem af þátttökunni hlýst.

Hægt er að skoða reglurnar hér og eru notendur hvattir til að lesa þær yfir. Reglurnar gilda frá og með 1. janúar 2023. Ef spurningar vakna er hægt að hafa samband við fulltrúa Á-lista eða starfsmenn sveitarfélagsins í viðkomandi málaflokki.

Það er von okkar á Á-listanum að með upptöku frístundastyrksins eflist frístundastarf barna og um leið muni það hafa forvarnargildi til þess að skapa gott samfélag með auknum lífsgæðum fyrir alla íbúa.

Reglur um frístundastyrki í Rangárþingi ytra