Tillaga – Fjölskyldugarður á Hellu

12.Tillaga Á-lista um undirbúning að gerð Fjölskyldugarðs á Hellu.

Á-listinn leggur til að hafinn verði undirbúningur að stofnun fjölskyldugarðs í líkingu við Raggagarð á Súðavík (raggagardur.is). Kannaður verði áhugi íbúa, félagasamtaka, fyrirtækja og skóla á þátttöku í verkefninu.

Tillagan er samþykkt og er formanni íþróttanefndar og formanni atvinnumálanefndar falið að vinna að verkefninu í samráði við sveitarstjóra.

Svo var bókað á fundi sveitarstjórnar Rangárþings ytra þann 6. september 2012.