Stöðugildi sérkennara/þroskaþjálfa bætt við á yngsta stigi

Á fundi sveitarstjórnar síðastliðinn miðvikudag, 22. júní, var tekin ákvörðun um að bæta við stöðugildi sérkennara/þroskaþjálfa fyrir skólaárið 2022-2023 til að mæta þörf á auknum stuðningi við nemendur á yngsta stigi Grunnskólans á Hellu. Stjórnendur Grunnskólans á Hellu óskuðu eftir að bæta stöðugildinu við og taldi stjórn Odda þörf þá að verða við þeirri beiðni. Þetta málefni uppfyllir eitt af áherslumálum Á-listans sem kynnt voru í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna um að “efla sérkennslu og stuðning í leik- og grunnskólum“.