Við höfum fengið spurningar um hver staðan sé núna eftir kosningar og hvað sé framundan. Staðan akkúrat núna er þannig að ennþá er “gamla” sveitarstjórnin við störf og verður síðasti fundur hennar í næstu viku. Nýkjörin sveitarstjórn tekur ekki til starfa fyrr en fimmtán dögum eftir kjördag, sem er þá 29. maí næstkomandi. Þá fyrst getur ný sveitarstjórn boðað til fyrsta fundar. Líklegt er að sá fundur fari fram í vikunni 6.-10. júní þar sem lögum samkvæmt þurfa að líða fjórir dagar frá boðun fundar þar til hann er haldinn.
Á meðan við bíðum eftir þessu lagalega ferli nýtum við tímann til að undirbúa fyrstu skrefin í að breyta áherslum í takt við það sem boðað var.
Við viljum þakka sérstaklega fyrir hlýtt viðmót hvar sem við komum þessa dagana og hlökkum við til að vinna að góðum málefnum með ykkur öllum, samfélaginu til heilla.