Á fundi sveitarstjórnar Rangárþings ytra í dag, 19. apríl 2023, var ársreikningur fyrir árið 2022 lagður fram til fyrri umræðu. Í gögnum kemur fram að rekstrarniðurstaða A- og B-hluta var jákvæð um 293 milljónir. Heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins voru rúmir 2,4 milljarðar sem gerir um 1,3 milljónir á hvern íbúa. Í gögnum ársreiknings við fyrri umræðu kemur fram að skuldahlutfall er 77,2%.
Hægt er að sjá afgreiðslu málsins hér en lagt var til að vísa ársreikningnum til síðari umræðu, var það samþykkt samhljóða.
Hér er hægt að sjá ársreikninginn – Ársreikningur Rangárþings ytra 2022