Að afloknum sveitarstjórnarkosningum þökkum við fulltrúar Á listans í Rangárþingi ytra íbúum það traust sem okkur var sýnt. Okkar stefna í aðdraganda kosninga var einföld; að vera heiðarleg, vera fagleg og hafa gaman að verkefninu, og ekki síst að ná markmiðum Á-listans sem kynnt voru í stefnumálabæklingi. Okkur hefur gengið vel að tala við fólk og við hlustum á alla og munum gera það áfram. Við erum þakklát fyrir stuðninginn við okkar framboð og áherslur, en fjölmörg stefnumál eru komin frá íbúunum sjálfum. Íbúar verða að geta treyst því að þau framboð og flokkar sem eru að bjóða fram ætli sér raunverulega að standa við þá stefnu sem þau boða og standa við gefin loforð, það ætlum við okkur að gera.
Að baki framboðs Á-listans er stór hópur fólks sem lagði á sig gríðarlega mikla vinnu fyrir framgangi framboðsins fyrir það erum við þakklát.
Nú taka við verkefni sem við buðum okkur fram til þess að vinna fyrir sveitarfélagið okkar.
Það er og verður spennandi áskorun fyrir okkur takast á við krefjandi og skemmtileg verkefni með það að markmiði að gera sveitarfélagið okkar að eftirsóttum stað til þess að búa og starfa. Við munum gera það af heiðarleika og í góðri samvinnu við íbúa og starfsfólk sveitarfélagsins, og við hlökkum til.
Eggert Valur Guðmundsson
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Erla Sigríður Sigurðardóttir
Þórunn Dís Þórunnardóttir