Á fyrsta fundi sveitarstjórnar næsta fimmtudag verður lögð fram tillaga um að sýna beint frá sveitarstjórnarfundum. Einnig verður sett á fót nýtt fundarform sem gerir ráð fyrir því að sá sem hefur orðið hverju sinni mæli úr ræðupúlti. Þannig verði fundirnir skilvirkari og faglegri auk þess sem áhorfendur heyra betur í þeim sem tala hverju sinni. Við þetta má bæta að beinar útsendingar koma einnig inn á bætt aðgengi að stjórnsýslunni, t.d. fyrir þá sem eiga erfitt með að ferðast en vilja samt fylgjast með umræðum á sveitarstjórnarfundum í rauntíma.
Þetta fyrirkomulag um beinar útsendingar er í samræmi við breyttar áherslur sem Á-listinn hefur boðað en miðað er við að þetta nýja fyrirkomulag verði viðhaft frá og með 22. júní en þá verður haldinn aukafundur í sveitarstjórn. Eftir þann fund fer sveitarstjórn í sumarleyfi til 10. ágúst og fær Byggðarráð þá fullnaðarumboð til afgreiðslu mála á þeim tíma.