Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar hefur nú verið boðaður og verður hann haldinn fimmtudaginn 9. Júní kl. 08.15. Fjölmörg mál eru á dagskrá fundarins en m.a. erum við með til umfjöllunar tillögu um að leggja af stað í ráðningarferli á nýjum sveitarstjóra þar sem öllum gefst kostur á að sækja um. Einnig liggur fyrir fundinum tillaga um að skipa í byggingarnefnd um uppbyggingu á skólahúsnæði á Hellu. Að lokum erum við einnig með tillögu um að fundir sveitarstjórnar verði sendir út í beinni útsendingu. Þessi málefni eru öll í samræmi við breyttar áherslur okkar sem kynntar voru í aðdraganda kosninga. Skemmtilegir tímar framundan í Rangárþingi ytra!
Hér fyrir neðan er fundarboðið ásamt dagskrá:
1. fundur sveitarstjórnar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2022-2026 verður haldinn að Suðurlandsvegi 1-3, fimmtudaginn 9. júní 2022 og hefst kl. 08:15.
Dagskrá:
Almenn mál:
1. 2205054 – Skýrsla kjörstjórnar um sveitarstjórnarkosningar 14 maí 2022
Til kynningar
2. 2206009 – Kosningar í embætti sveitarstjórnar
2.1 Kjör oddvita
2.2 Kjör varaoddvita
2.3 Kjör byggðarráðs
2.4 Kjör formanns og varaformanns byggðarráðs
2.5 Kjör kjörstjórnar
3. 2206010 – Ósk um leyfi frá störfum í sveitarstjórn
4. 2206011 – Fundaáætlun sveitarstjórnar og byggðaráðs 2022
5. 2206012 – Ráðning sveitarstjóra
6. 2204007F – Oddi bs – 51
Liður 3 til afgreiðslu en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
6.3 2205003 – Viðbótar stöðugildi á yngsta stigi
7. 2204008F – Oddi bs – 52
8. 2206013 – Umboð til staðgengils sveitarstjóra
9. 2206014 – Kjör nefnda, ráða og stjórna
9.1 Heilsu, íþrótta- og tómstundanefnd
9.2 Umhverfisnefnd
9.3 Skipulags- og umferðarnefnd
9.4 Jafnréttis-, atvinnu- og menningarmálanefnd
9.5 Hálendisnefnd
9.6 Samgöngu- og fjarskiptanefnd
9.7 Fjallskilanefnd Rangárvallaafréttar
9.8 Fjallskilanefnd Landmannaafréttar
9.9 Fjallskilanefnd Holtamannaafréttar
9.10 Félags- og barnaverndarnefnd
9.11 Almannavarnarnefnd
9.12 Stjórn Odda bs.
9.13 Stjórn Húsakynna bs.
9.14 Stjórn Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps
9.15 Stjórn Tónlistarskóla Rangæinga bs.
9.16 Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs.
9.17 Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvallasýslu og V-Skaftafellssýslu bs.
9.18 Stjórn Sorpstöðvar Rangæinga bs.
9.19 Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf.
9.20 Stjórn Lundar hjúkrunarheimilis
9.21 Héraðsnefnd Rangæinga
9.22 Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis
9.23 Byggingarnefnd um uppbyggingu á skólahúsnæði á Hellu
10. 2205041 – Tilnefning fulltrúa á aukaaðalfund SASS og HLS 2022
11. 2206004 – Tilnefning fulltrúa á aukaaðalfund Eignarhaldsfélags Suðurlands 2022
12. 2206019 – Tilnefning fulltrúa á auka aðalfund Bergrisans bs 2022
13. 2205015 – Landsþing Sambands Íslenskra Sveitarfélaga 2022
14. 2206016 – Beinar útsendingar sveitarstjórnarfunda
15. 2206017 – Siðareglur – endurskoðun í upphafi kjörtímabils
Fundargerðir til kynningar:
16. 2205046 – Kjörstjórn – 15 fundur
17. 2205047 – Kjörstjórn – 16 fundur
18. 2205048 – Kjörstjórn – 17 fundur
19. 2205050 – Kjörstjórn – 18 fundur
20. 2205049 – Kjörstjórn – 19 fundur
21. 2205051 – Kjörstjórn – 20 fundur
22. 2205052 – Kjörstjórn – 21 fundur
23. 2205053 – Kjörstjórn – 22 fundur
Mál til kynningar:
24. 2205063 – Enduskoðun kosningalaga – Landskjörstjórn
25. 2205059 – Menntadagur skólaþjónustunnar
26. 2205064 – Aðalfundarboð – Veiðifélag Ytri-Rangár
03.06.2022
Ingvar Pétur Guðbjörnsson, starfsaldursforseti sveitarstjórnar.