Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ráðið Gunnstein R. Ómarsson í starf sveitarstjóra.
Gunnsteinn hefur verið búsettur í Danmörku síðustu misseri en hann var sveitarstjóri í Skaftárhreppi kjörtímabilið 2002-2006.
Hann kemur til starfa 1. september nk. og mun Guðfinna Þorvaldsdóttir, oddviti, gegna stöðu sveitarstjóra fram að því. Magnús Hrafn Jóhannsson varaoddviti gegnir embætti oddvita á meðan.