Eggert Valur Guðmundsson og Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, fulltrúar Á-listans í stjórn Hjúkrunarheimilisins Lundar, leggja ríka áherslu á að þjónusta við eldra fólk í Rangárþingi ytra verði bæði metnaðarfull og mannúðleg.
Í stefnu Á-listans fyrir sveitarstjórnarkosningarnar voru settar fram skýrar áherslur um að:
„Sjá til þess að Hjúkrunar- og dvalarheimilið Lundur og þjónusta við eldra fólk verði framúrskarandi.“
„Styðja við uppbyggingu lífsgæðakjarna fyrir eldra fólk, þar sem heimili og þjónusta eru tengd saman.“
Nú hefur stjórn Lundar samþykkt að hefja vinnu við húsrýmisáætlun í samstarfi við Arkís arkitekta, með það að markmiði að efla starfsemina og mæta framtíðarþörfum heimilisins.
Markmiðið er að bregðast við aukinni eftirspurn og tryggja rými og aðstöðu sem uppfyllir kröfur samtímans – bæði fyrir hjúkrunarrými og þjónustu við eldra fólk í aðildarsveitarfélögunum.
Öll rými á Lundi eru í dag fullnýtt allt árið um kring og þrátt fyrir aukin rekstrarleyfi hafa biðlistar ekki minnkað. Því er þessi vinna bæði brýn og tímabær. Með framtíðarsýn, þarfagreiningu og sterku baklandi sveitarfélaganna er unnið að því að efla Lund og tryggja að hann geti sinnt hlutverki sínu á öflugan og mannúðlegan hátt til framtíðar.
Á-listinn hlakkar til að vinna að þessu máli áfram.
—-
Hvað er húsrýmisáætlun?
Húsrýmisáætlun er skipulagsverkfæri sem notað er til að greina núverandi og framtíðarþörf fyrir húsnæði og rými í tiltekinni stofnun eða starfsemi — í þessu tilfelli hjúkrunarheimili eins og Lund.
Tilgangur húsrýmisáætlunar: Meta rýmiskosti í dag: Hversu mörg herbergi/rými eru til staðar og hvernig eru þau nýtt?
Greina framtíðarþörf: Hversu mörg rými þarf til að mæta auknum fjölda íbúa og þjónustuþörf, t.d. vegna eldra fólks, dagþjálfunar, sérþjónustu o.fl.
Skipuleggja stækkun: Hvaða möguleikar eru til viðbygginga eða breytinga á núverandi húsnæði?
Samræma þjónustu og húsnæði: Gera ráð fyrir nýrri þjónustu (t.d. þjónustuíbúðum eða sérhæfðri umönnun) og tryggja að húsnæðið styðji við markmið um góða umönnun.
Styrkja umsóknir um fjármögnun: Slík áætlun er oft nauðsynleg til að sækja um fjármagn til ríkisins fyrir nýbyggingar eða endurbætur.