Staða sveitarstjóra Rangárþings ytra er laus til umsóknar. Leitað er að drífandi stjórnanda til að leiða áframhaldandi uppbyggingu í sveitarfélaginu.
Umsóknarfrestur: 27.06.2022
Helstu verkefni
- Sveitarstjóri er æðsti yfirmaður starfsfólks sveitarfélagsins og skal sjá um að stjórnsýsla sveitarfélagsins samræmist lögum, samþykktum og viðeigandi fyrirmælum yfirmanna
- Daglegur rekstur sveitarfélagsins og ábyrgð á framkvæmd ákvarðana sveitarstjórnar
- Yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins og starfsmannamálum
- Náið samstarf við sveitarstjórn, undirbúningur og upplýsingagjöf á fundum sveitarstjórnar og byggðarráðs
- Annast upplýsingamiðlun og samskipti við samstarfsaðila, stofnanir, samtök, fyrirtæki og íbúa
- Gæta hagsmuna sveitarfélagsins út á við, vinna að framfaramálum þess og vera talsmaður sveitarstjórnar
- Stefnumarkandi vinna og mótun framtíðarsýnar í ólíkum málaflokkum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og reynsla sem nýtast í starfi
- Reynsla af stjórnun, rekstri og bókhaldi
- Leiðtogahæfni, frumkvæði og hugmyndaauðgi
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum ásamt þjónustulund
- Áhugi og reynsla af eflingu atvinnulífs til að stuðla að vexti samfélagsins
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
- Æskilegt að hafa þekkingu á og reynslu af lögum og reglugerðum í opinberri stjórnsýslu
- Reynsla af störfum á sveitarstjórnarstigi er æskileg
- Æskilegt er að sveitarstjóri sé búsettur í sveitarfélaginu
Rangárþing ytra er sveitarfélag í örum vexti, staðsett í hjarta Suðurlands og skartar mörgum af fegurstu náttúruperlum Íslands. Sveitarfélagið er landstórt með um 1.840 íbúa og hefur þeim farið fjölgandi. Stærsti þéttbýliskjarninn er Hella þar sem um 1.000 manns búa. Dreifbýlið er blómlegt með öflugum landbúnaði, hestamennsku og vaxandi ferðaþjónustu. Mikil uppbygging hefur verið í öllu sveitarfélaginu undanfarin ár. Atvinnulífið er öflugt með fjölbreyttum möguleikum, m.a. í ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu og landbúnaði. Sveitarfélagið rekur grunn- og leikskóla bæði á Hellu og Laugalandi og sundlaugar á báðum stöðum, ásamt því að reka íþróttahús á Hellu, Laugalandi og í Þykkvabæ. Hafnar eru framkvæmdir við uppbyggingu nýs skólahúsnæðis á Hellu, sem felur í sér viðbyggingu við grunnskólann og byggingu nýs leikskóla og tónlistarskóla, en allir skólarnir verða samtengdir. Samhliða verður íþróttaaðstaða utandyra endurnýjuð. Rangárþing ytra er skilgreint sem heilsueflandi samfélag og eru einkunnarorð þess „fyrir okkur öll“.
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is. Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf. Nánari upplýsingar veita Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is, og Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir, yrsa@hagvangur.is