Svo var bókað 14. júní 2010 á fyrsta fundi sveitarstjórnar:
Sveitarstjórn vill opna stjórnsýsluna betur fyrir íbúum með því að efla heimasíðu sveitarfélagsins með því markmiði að auglýsa sveitarfélagið og gera upplýsingar um stjórnsýsluna aðgengilegri fyrir íbúa. Sveitarstjórn mun kappkosta að upplýsa íbúa um það sem fram fer í stjórnsýslunni svo sem lög leyfa, því upplýst umræða er forsenda þess að lýðræðið verði fullnýtt. Tillaga um að fela sveitarstjóra og oddvita að gera lýsingu á vinnu við heimasíðu sveitarfélagsins og leggja þær fram á næsta fundi.
Samþykkt samhljóða.