Engin tilboð bárust í 1. áfanga skólabyggingar á Hellu

Þann 22.4.2022 var auglýst á útboðsvefnum og á heimasíðu Rangárþings ytra útboðið “1. áfangi uppbyggingar skólasvæðisins á Hellu viðbygging við Grunnskólann”. Boðað var til opnunarfundar að Suðurlandsvegi 1 þriðjudaginn 10. maí kl. 10.00 en engin tilboð bárust.

Í ljósi þeirrar niðurstöðu lagði sveitastjórn til að brjóta niður verkefnið eftir fagsviðum og leita tilboða meðal verktaka og birgja í samræmi við innkaupareglur sveitarfélagsins með það að leiðarljósi að ná hagstæðum samningum um efni og vinnu og samfellu í verkefnið.

Vegna áfanga nr. 2 – Þann 6.4.2022 var auglýst á útboðsvefnum og á heimasíðu Rangárþings ytra útboðið “2. áfangi uppbyggingar skólasvæðisins á Hellu. Fullnaðarhönnun.” Boðað var til opnunarfundar að Suðurlandsvegi 1 þriðjudaginn 10. maí kl. 13.00.
Fjögur tilboð bárust.

  • VSO ráðgjöf ehf. 74.442.842 kr.;
  • Mannvit hf. 80.748.800 kr.;
  • Efla hf. 83.328.174 kr.
  • Lota ehf. 86.292.700 kr.

    Kostnaðaráætlun var 75.267.637 kr.

Lagt var til að ganga til samninga við lægstbjóðanda að undangenginni yfirferð tilboða.

Ofangreint kemur fram í fundargerð: https://www.ry.is/is/stjornsysla/stjornsysla/fundargerdir/sveitarstjorn-rangarthings-ytra/908