Á-listinn leggur fram tillögu að mótun heildstæðrar stefnu í orku- umhverfis- og auðlindamálum

Tillaga Á-lista: Fulltrúar Á-lista leggja til að myndaður verði starfshópur til að móta heildstæða stefnu í orku- umhverfis- og auðlindamálum fyrir sveitarfélagið og liggi skipan hans fyrir á næsta reglulega fundi sveitarstjórnar. Hópurinn skili tillögum sínum til sveitarstjórnar fyrir árslok 2015.

Greinargerð: Nýting auðlinda er mikilvægt og stórt mál og kallar á alhliða stefnumótun í rekstri sveitarfélagsins. Auðlindir sveitarfélagsins eru m.a. heitt og kalt vatn, jarðgufa, vatnsafl, ósnortin náttúra, víðerni, hreint loft, dýralíf á landi og í vatni, vindur, menning og jarðefni. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir Sigdís Oddsdóttir Steindór Tómasson

Bókun sveitarstjórnar: Fyrir liggur að í haust þarf að taka ákvörðun um endurskoðun aðalskipulags Rangárþings ytra og er tillögunni vísað til þeirrar vinnu. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn, 8. júlí 2015.