Dómsniðurstöðu áfrýjað til landsréttar

Hinn 3. júní 2020 höfðaði Smíðandi ON ehf. mál á hendur Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs. Af hálfu stefnanda var í málinu gerð krafa um viðurkenningu á rétti til skaðabóta úr hendi stefnda, vatnsveitunnar, vegna missis hagnaðar sem hlaust af því að tilboði Smíðanda ON í stækkun Lækjarbotnavatsnveitu hinn 24. apríl 2019 var ekki tekið. Áætlaður missir hagnaðar stefnanda nemur 60 millj. kr.

Í árslok 2021 féll dómur í Héraðsdómi Suðurlands í umræddu máli. Í framangreindum dómi er viðurkenndur réttur Smíðanda ON ehf. til skaðabóta auk málskostnaðar að fjárhæð 1,5 millj. kr. Stjórn Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs hefur ákveðið að áfrýja dómnum til Landsréttar. Það er mat sveitarstjórnar að ekki sé tilefni til að gjaldfæra umrædda fjárhæð í ársreikningi 2021 og færa til skuldar þar sem endanleg niðurstaða liggur ekki fyrir.

Ofangreint kemur fram á bls. 22 í ársreikningi Rangárþings ytra fyrir árið 2021.