Rangárþing ytra svarar ekki fyrirspurn frá forsætisráðuneytinu

Í frétt á mbl.is um nýja skýrslu Katrínar Jakobsdóttur um tekjur af nýtingu þjóðlendna kemur m.a. fram að hartnær 89% aðspurðra sveitarfélaga svöruðu fyrirspurn Forsætisráðuneytisins eða 34 sveitarfélög. Einungis fjögur sveitarfélög svöruðu ekki fyrirspurninni og var Rangárþing ytra eitt þeirra. Óskað var eftir þessum upplýsingum í byrjun árs 2022.

Fréttin er hér fyrir neðan:

Tekj­ur sveit­ar­fé­laga, þar sem þjóðlend­ur er að finna, af nýt­ingu lands og lands­rétt­inda inn­an þjóðlendna námu sam­tals rúm­lega 20 millj­ón­um króna á síðasta ári. Þá hafði Vatna­jök­ulsþjóðgarður 25 þúsund krón­ur í tekj­ur af nýt­ingu lands og lands­rétt­inda inn­an þjóðlendna. Þetta kem­ur fram í skýrslu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra, sem lögð var fram á Alþingi í gær.

Þjóðlend­ur er að finna í 38 sveit­ar­fé­lög­um og óskaði ráðuneytið eft­ir upp­lýs­ing­um frá þeim um þær tekj­ur sem þau höfðu af nýt­ingu þeirra á ár­inu 2021. Jafn­framt var óskað eft­ir upp­lýs­ing­um um ráðstöf­un þeirra tekna af nýt­ingu lands og lands­rétt­inda inn­an þjóðlendna, sem sveit­ar­fé­lög öfluðu á ár­inu. Af sveit­ar­fé­lög­un­um svöruðu 34 þeirra fyr­ir­spurn­inni, eða hart­nær 89%. Alls höfðu 26 sveit­ar­fé­lög eng­ar tekj­ur af nýt­ingu lands inn­an þjóðlendna á ár­inu 2021, eða um 76%. Þá höfðu átta sveit­ar­fé­lög tekj­ur inn­an þjóðlendna í ein­hverju formi, eða 23,5%.

Fjög­ur sveit­ar­fé­lög svöruðu ekki fyr­ir­spurn ráðuneyt­is­ins, þ.e. Sveit­ar­fé­lagið Ölfus, Rangárþing ytra, Húnaþing vestra og Akra­hrepp­ur. Tekj­ur inn­an þjóðlendna eru mis­mikl­ar milli sveit­ar­fé­laga, allt frá rúm­um 35 þúsund krón­um í Sveit­ar­fé­lag­inu Skagaf­irði í rúm­ar 8,2 millj­ón­ir króna í Ása­hreppi.

Tekj­um af nýt­ingu lands og lands­rétt­inda inn­an þjóðlendna virðist að mestu leyti varið til end­ur­bóta, um­sjón­ar eða eft­ir­lits inn­an þjóðlendna. Færst hef­ur í vöxt að sveit­ar­fé­lög geri samn­inga um nýt­ingu lands og lands­rétt­inda inn­an þjóðlendna í sam­ráði við og með samþykki ráðuneyt­is­ins. Er þar einkum um að ræða skála og aðstöðu vegna áforma um upp­bygg­ingu í tengsl­um við aukna ferðaþjón­ustu.

Tilvísun: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/05/25/litlar_tekjur_af_nytingu_thjodlendna/