Atvinnumál

Beðið eftir orkumálaráðherra

Í maí 2024 hófst vinna sveitarstjórnar Rangárþings ytra við að leita svara við matsspurningum um hagræn áhrif vindorkuvers við Vaðöldu (Búrfellslund). Spurningarnar voru sendar til Landsvirkjunar, Fjármálaráðuneytisins, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Tilgangur spurninganna var m.a. að fá ítarlegar upplýsingar um hagræn áhrif vindorkuversins á nærsamfélagið, í samræmi við stefnu aðalskipulags sveitarfélagsins […]

Beðið eftir orkumálaráðherra Read More »

Um virkjanamál og samfélagssáttmála

Á-listinn hefur lengi fjallað um málefni varðandi sanngjarna skiptingu arðs af orkuauðlindum eða frá stofnun listans árið 2010. Listinn hefur kynnt áherslumál sín í þessum efnum ítrekað, bæði í kosningabaráttu, á fundum með hagsmunaaðilum og við önnur tækifæri. Forsvarsmenn listans hafa talið að þessi mál séu sanngirnismál og að þau tengist byggðastefnu á landsvísu. Nú

Um virkjanamál og samfélagssáttmála Read More »

Skrifað undir viljayfirlýsingu um græna iðngarða í Rangárþingi ytra

Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri fyrir hönd Orkídeu, og Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri fyrir hönd sveitarfélagsins Rangárþings ytra, skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu á grænum iðngörðum á Strönd í Rangárþingi ytra. Telja má að í því felist mikil tækifæri til eflingar atvinnulífs í sveitarfélaginu gangi áformin eftir.

Skrifað undir viljayfirlýsingu um græna iðngarða í Rangárþingi ytra Read More »