„Okkur fannst þetta bara frekja“

Land­eig­andi í Rangárþingi ytra seg­ir fjar­skipta­fyr­ir­tækið Ljós­leiðarann hafa sýnt af sér frekju í verk­efni sínu við ljós­leiðara­lögn milli Þjórsár og Hóls­ár og plæg­ingu ljós­leiðara­strengs um Þykkvabæ.

Tel­ur hann að fyr­ir­tækið hafi átt að taka sam­tal við land­eig­end­ur við gerð samn­ings sem þeir fengu send­an vegna lagn­ing­ar ljós­leiðarans.

„Fyr­ir það fyrsta er þetta svo ein­hliða. Þarna er fyr­ir­tæki að fá að fara í gegn­um land hjá fólki en það var ekki boðið upp á neitt fyr­ir land­eig­end­ur held­ur var bara ein­hliða upp­taln­ing þeirra á því sem þeir ætluðu að gera.

Svo hét þetta samn­ing­ur og ég átti bara að skrifa und­ir allt sem þeir fóru fram á. Ég held að fólk hér hafi ekki séð neinn til­gang í því að skrifa und­ir,“ seg­ir Þórólf­ur Már Ant­ons­son, líf­fræðing­ur og lóðar­eig­andi í Rangárþingi ytra.

Lögðu áherslu á góð sam­skipti

Í skrif­legu svari til mbl.is seg­ir Elísa­bet Guðbjörns­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá Ljós­leiðar­an­um, að áhersla hafi verið lögð á góð sam­skipti við land­eig­end­ur.

„Land­eig­end­ur þarna í Þykkvabæn­um eru tæp­lega 70 tals­ins og við höf­um verið í sam­skipt­um við þá frá því í fyrra­haust, haft sam­band við hvern og einn per­sónu­lega og sent þeim öll­um form­leg bréf um rétt­indi og skyld­ur aðila. Við höf­um þannig lagt okk­ur fram við að sam­skipt­in geti verið sem greiðust.“

Þá sé samn­ing­ur­inn sem send­ur var land­eig­end­um staðlaður.

„Slíkt sam­komu­lag er staðlað og bygg­ist á laga­leg­um rétt­ind­um og skyld­um fjar­skipta­fé­lags­ins og land­eig­enda. Ljós­leiðar­inn, og vafa­laust flest innviðafyr­ir­tæki, gera ara­grúa slíkra samn­inga þegar þörf er á.“

Snýst ekki um pen­inga

Þórólf­ur seg­ist vel skilja mik­il­vægi ljós­leiðara­væðing­ar en tel­ur að Ljós­leiðar­inn geti komið til móts við sam­fé­lagið með ein­hverj­um hætti.

„Hins veg­ar bendi ég á að ef þetta telst vera sam­fé­lags­lega mik­il­vægt verk­efni þá gætu þeir komið til móts við fólk og lyft und­ir önn­ur sam­fé­lags­leg verk­efni fyr­ir þorpið. Það var ekki hugs­un­in að menn ætluðu að selja sig dýrt hér, okk­ur fannst þetta bara frekja.“

Ótt­ast aðkomu er­lendra aðila

Enn frem­ur nefn­ir Þórólf­ur að hon­um finn­ist verra að vita af því að fyr­ir­tækið geti selt ljós­leiðarann til er­lendra aðila og nefn­ir hann söl­una á Mílu í því sam­hengi.

Greint var frá því í októ­ber í fyrra að franski fjár­fest­inga­sjóður­inn Ardi­an hefði samið við Sím­ann um kaup á Mílu, sem á og rek­ur víðtæk­asta fjar­skipta­net lands­ins. Sam­keppnis­eft­ir­litið er nú með málið til skoðunar, en sam­kvæmt frumniður­stöðu þess verður samrun­inn ekki samþykkt­ur.

„Þeir vilja bara fá þetta um ald­ur og ævi og áskilja sér rétt til að selja öðrum þetta. Núna er eitt­hvað franskt fyr­ir­tæki að kaupa Mílu. Mun eitt­hvað franskt fyr­ir­tæki eiga þetta eft­ir ein­hver ár og aldrei fá menn neitt fyr­ir þetta?“

Þessi frétt birtist fyrst á mbl.is: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/07/25/okkur_fannst_thetta_bara_frekja/