Tillaga – Deiliskipulag á gaddstöðum

11. Tillaga Á-lista; Deiliskipulag á Gaddstöðum.

Ingvar Pétur Guðbjörnsson vekur athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu til afgreiðslu málsins og víkur af fundi.

Lagt er til að unnið verði að deiliskipulagi á Gaddstaðaflötum til þess að hægt sé að nýta alla möguleika svæðisins sem best.

Greinargerð:

Gera þarf ráð fyrir útivistarsvæði  fyrir íbúa, hesthúsabyggð og skapa fallega umgjörð fyrir ásýnd svæðisins . Þá skal einnig tvinna saman svæðið með hliðsjón af samnýtingu við þau mannvirki sem eru á svæðinu í eigu Rangárbakka ehf. og Rangárhallarinnar ehf.   Samhliða deiliskipulagsvinnu er hægt að vinna að gróðursetningu trjágróðurs og skapa þannig fallega umgjörð fyrir svæðið.

Samþykkt er að fela sama hópi og vinnur að skipulagi miðbæjar á Hellu að vinna að deiliskipulaginu í samráði við hagsmunaaðila.

Ingvar Pétur Guðbjörnsson kemur aftur á fundinn.

Svo var bókað á fundi sveitarstjórnar Rangárþings ytra þann 1. mars 2012.