Íhaldið fallið í Rangárþingi ytra

Stórtíðindi urðu í sveitarstjórnarmálunum í Rangárþingi ytra en þar missti Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta sinn. Á-listinn vann öruggan sigur.

Á-listi áhugafólks um sveitarstjórnarmál fékk tæp 54% atkvæða eða 494 atkvæði og fjóra menn kjörna. D-listi sjálfstæðismanna fékk 360 atkvæði og þrjá menn kjörna.

Á kjörskrá voru 1.086 en alls kusu 915, eða 84,25% sem er svipuð kjörsókn og áður. Auðir voru 53 og ógildir 8.

Sveitarstjórnin lítur svona út:

1. Guðfinna Þorvaldsdóttir (Á)
2. Guðmundur I. Gunnlaugsson (D)
3. Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir (Á)
4. Þorgils Torfi Jónsson (D)
5. Magnús Hrafn Jóhannsson (Á)
6. Steindór Tómasson (Á)
7. Anna María Kristjánsdóttir (D)

Þessi frétt birtist fyrst á: www.sunnlenska.is/frettir/ihaldi%C3%B0-falli%C3%B0-i-rangar%C3%BEingi-ytra/