Kaffisamsæti og spjall við eldra fólk í Rangárþingi ytra

Rangárþing ytra og Jafnréttis-, atvinnu- og menningarmálanefnd bjóða þér sem ert 67 ára eða eldri í kaffi og meðlæti sunnudaginn 20. nóvember næstkomandi kl. 15.00 í Menningarsalnum á Hellu.

Fulltrúar í sveitarstjórn og nefndarfólk taka á móti gestum og eru reiðubúnir að spjalla um það sem brennur á fólki.

Viðburðurinn er í takt við áherslur Á-listans um aukið íbúalýðræði, styttingu boðleiða, bætt aðgengi að kjörnum fulltrúum og almennum aðgerðum til að skapa gott samfélag.