Á-listinn opnar fyrir hugmyndagátt

Þann 18. nóvember 2010 lagði Á-listinn fram tillögu á fundi hreppsráðs um að opna fyrir hugmyndagátt á heimasíðu sveitarfélagsins.

12. Tillaga frá Á-lista um hugmyndagátt á heimasíðu Rangárþings ytra; mótt. 16. nóv. 2010.
Tillaga um að opnaður verði vettvangur á heimasíðu Rangárþings ytra þar sem íbúar og velunnarar sveitarfélagsins geta varpað fram hugmyndum sínum eða komið með ábendingar um það sem betur má fara innan sveitarfélagsins.

Greinargerð:
Tilgangurinn með ofangreindri tillögu er tilraun til þess að virkja mannauðinn í sveitarfélaginu og gefa íbúum kost á að koma með markvissum hætti að stefnumörkun sveitarfélagsins auk þess að auka gegnsæi og íbúalýðræði. 
Eitt skref í því getur verið hugmyndagátt inni á heimasíðu Rangárþings ytra þar sem starfsmenn og íbúar sveitarfélagsins geta komið sínum hugmyndum á framfæri.  Þessar hugmyndir geta varðað hagræðingu og sparnað ásamt öðru sem betur mætti fara í okkar ágæta sveitarfélagi og ekki síður til að greina frá því sem vel er gert. 
Fulltrúar Á-lista.

Sveitarstjóra og formanni atvinnumálanefndar falið að vinna að framgangi málsins og halda kostnaði í lágmarki í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða.

Hreppsráð beinir því til hreppsnefndar að unnið verði áfram eftir bókun 11. liðar, 1. fundar hreppsnefndar frá 14. júní 2010.
Samþykkt samhljóða.